Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 76
56 DVR EIMREIÐIN Sextán ár voru liðin frá því Andri, sem við ætíð nefndum svo, tók stúlkuna hans Antons frá honum og kvongaðist henni. Hvernig í ósköpunum það atvikaðist, eða hvers vegna stúlk- unni datt í hug að skifta á þeim, var öllum hulin ráðgáta,. þar virtust engin skynsamleg rök liggja til. En kveneðlið er nú alla tíma óútreiknanlegt, jafnvel þótt maður þykist hafa reiknað það dæmi. Þær eru gersamlega óskiljanlegar, kon- urnar, í þeim sökum. Anton leið illa um þær mundir og virt- ist engum að ástæðulausu. Eg vissi það vel, að hann unni þessari fögru og gáfuðu konu mjög. En hann talaði ekkert um það við mig, og þá vafalaust ekki við aðra fremur. Eg sat þá oft hjá honum, eins og bæði fyr og síðar, eða þá hann hjá mér. Við gengum langar göngur, spiluðum, átum og drukk- um saman, þar sem glaðværð var og mannmargt. En ég man það nú, að í þessi sextán ár heyrði ég Anton aldrei hlæja hátt, hann brosti stundum, en það bros náði sjaldan eða aldrei til augnanna. Hann bar harm og hatur í huga — þunga byrði. Andri fór að verzla og hamast í ýmsum og margvíslegum framkvæmdum — fullur af eldmóði og áhuga. Hann bar höfuðið hátt og vingsaði stafnum. Kápan flakti frá honum, og gullfestin dinglaði á maganum, hann tugði vindilinn og talaði hratt og hátt og ákveðið. Stór var hann og fríður, engu síður en Anton, en að flestu voru þeir þó ólíkir, Anton hægur, hugsandi og rólegur að sjá, ætíð, — en Andri átti nú ein- hverja þá glæsilegustu konu, sem augað fær litið. — Hann keypti gamlan línuveiðara, gamlan mótorbát og enn þá eldra seglskip, og rak verzlun og útgerð af miklum krafti í nokkur ár. Hann keypti »villu«, bíl og viðtæki, sem tók útlönd alt til Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Hjá honum reykti maður Ha- vana-vindla, drakk whisky og kampavín. Alt var í háa-lofti. Hann var burgeis þangað til hann hætti skyndilega að vera það. Það var nú ekkert, þótt hann færi á höfuðið, það gera svo margir, illir og góðir, heimskir og gáfaðir — og þótt banka- stjórar og aðrir sam burgeisar hans hættu að taka á móti honum með handabandi og brosi, nei, það var ekkert, heim- urinn er nú svona hverflyndur, — verra var með þrjátíu þúsund króna víxil. — Það er slæmt ef víxlar eru skakt feðraðir. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.