Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 76
56
DVR
EIMREIÐIN
Sextán ár voru liðin frá því Andri, sem við ætíð nefndum
svo, tók stúlkuna hans Antons frá honum og kvongaðist henni.
Hvernig í ósköpunum það atvikaðist, eða hvers vegna stúlk-
unni datt í hug að skifta á þeim, var öllum hulin ráðgáta,.
þar virtust engin skynsamleg rök liggja til. En kveneðlið er
nú alla tíma óútreiknanlegt, jafnvel þótt maður þykist hafa
reiknað það dæmi. Þær eru gersamlega óskiljanlegar, kon-
urnar, í þeim sökum. Anton leið illa um þær mundir og virt-
ist engum að ástæðulausu. Eg vissi það vel, að hann unni
þessari fögru og gáfuðu konu mjög. En hann talaði ekkert
um það við mig, og þá vafalaust ekki við aðra fremur. Eg
sat þá oft hjá honum, eins og bæði fyr og síðar, eða þá hann
hjá mér. Við gengum langar göngur, spiluðum, átum og drukk-
um saman, þar sem glaðværð var og mannmargt. En ég man
það nú, að í þessi sextán ár heyrði ég Anton aldrei hlæja
hátt, hann brosti stundum, en það bros náði sjaldan eða
aldrei til augnanna. Hann bar harm og hatur í huga —
þunga byrði.
Andri fór að verzla og hamast í ýmsum og margvíslegum
framkvæmdum — fullur af eldmóði og áhuga. Hann bar
höfuðið hátt og vingsaði stafnum. Kápan flakti frá honum, og
gullfestin dinglaði á maganum, hann tugði vindilinn og talaði
hratt og hátt og ákveðið. Stór var hann og fríður, engu síður
en Anton, en að flestu voru þeir þó ólíkir, Anton hægur,
hugsandi og rólegur að sjá, ætíð, — en Andri átti nú ein-
hverja þá glæsilegustu konu, sem augað fær litið. — Hann
keypti gamlan línuveiðara, gamlan mótorbát og enn þá eldra
seglskip, og rak verzlun og útgerð af miklum krafti í nokkur
ár. Hann keypti »villu«, bíl og viðtæki, sem tók útlönd alt til
Bandaríkjanna í Norður-Ameríku. Hjá honum reykti maður Ha-
vana-vindla, drakk whisky og kampavín. Alt var í háa-lofti.
Hann var burgeis þangað til hann hætti skyndilega að vera það.
Það var nú ekkert, þótt hann færi á höfuðið, það gera svo
margir, illir og góðir, heimskir og gáfaðir — og þótt banka-
stjórar og aðrir sam burgeisar hans hættu að taka á móti
honum með handabandi og brosi, nei, það var ekkert, heim-
urinn er nú svona hverflyndur, — verra var með þrjátíu þúsund
króna víxil. — Það er slæmt ef víxlar eru skakt feðraðir. —