Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 82
62
EIMREIÐIN
DVR
Eg hef ekki augun af honum, en hann lítur ekki á mig.
Hann tautar eitthvað, sem ég heyri ekki, rennir út úr glasinu,
grettir sig og hellir svo í það aftur.
»Áttu kanske vindil?« spyr hann.
Eg læt vindlakassa og eldspýtur á borðið hjá honum. Hann
tekur einn vindilinn, bítur af honum endann og hrækir hon-
um á gólfið. — Svo kveikir hann í vindlinum og fleygir eld-
spýtunni logandi á gólfið. — Það rýkur upp úr teppinu, ég
horfi á það dálitla stund, — ég nýt kvalanna af allri þessari
viðurstygð. Svo slokknar það; — eftir er svartur blettur á
teppinu. —
En ég sé, að honum líður nú betur. —
»Það glampar altaf jafn vel á þetta gamla, góða vín, hvort
sem það kemur úr himnaríki eða helvíti, hvort sem það kemur
sunnan úr löndum eða austan yfir fjalU, segir Andrés.
»Heyrðu Andri*, segi ég, og ég er alls ekki skjálfradd-
aður, vandræðalegur eða óvingjarnlegur, tala ekki of hátt, tala
alveg eðlilega. Eg halla mér áfram, þar sem ég sit, og hann
lítur nú loksins á mig. — Eg er viss um að ég er vingjarn-
legur — að sjá. »Það var gott að þú komst í kvöld«, segi
ég, »ég var þreyttur og langaði til að sjá mann, — langaði
til að sjá eitthvað lifandi*.
Andrés er nú lifnaður við. Hann réttir sig upp og drekkur.
»Það er langt síðan ég ætlaði að koma til þín«, segir hann,
»langt, langt síðan — og gera upp gamlar sakir«.
Ég rétti mig upp. Ég finn að ég hrekk við. En Andrés
breytir um málróm aftur, hann hálf-brosir. »Hér situr þú í
allri sælunni*, segir hann. »]á, já, Anton, hér hefur þú það
svei mér gott! — Dömur mínar og herrar! Þið verðið að
fyrirgefa mér, þótt ég tali ekki alveg klassiskt norrænt mál í
kvöld«. Hann stendur upp. >Dömur mínar og herrar mínir!
Ég er eitt lítilfjörlegt peð í þeirri stóru skák, sem hin alvald-
andi tilviljun hefur þurft á að halda, til þess að skemta sér
við þessa framúrskarandi ömurlegu rökkurstund tilverunnar.
— En hann Anton litli, sem þarna situr — hann er líklega
riddari eða kanske hrókur. Hann þarf ekkert að gera, hann
stendur, stór og digur, bak við peðin, sem hrundið er fram,
út í dauðann og djöfulinn, hann getur verið rólegur, sá lukk-