Eimreiðin - 01.01.1933, Blaðsíða 68
ORKUG]AFAR OG ORKUVAKAR
EIMREIÐIN
■48
Veiðimannalífið með allri úfivisfinni, á eilífu flakki úr einum
sfað í annan, í stöðugum eltingaleik við dýr, gerði manninn
vöðvasfæltan og sterkan, en um leið afar-grimman, svo að
öll dýr urðu villidýr og fældust hann eins og fjandann sjálfan.
Flestir munu sammála um, að fundur eldsins hafi verið
fyrsta og mesta framförin í mannheimi; en næsía stóra fram-
farasporið má telja það, þegar manninum (eða líklega heldur
konunm) tókst að hæna að sér fyrstu dýrin og gera þau að
alidýrum og auðsveipum þiónum.
Fyrir eldsins tilstilli varð heimilið til. Þar var hæli fyrir
grimmum dýrum, og við yl eldsins varð næði til að hvíla sig
og hugsa og skiftast á skoðunum. Þá fór veiðigrimdin að
mýkjast og skapið að batna, enda fór konan að komast upp á
að gæða húsbóndanum með góðri steik og öðrum lostætari
mat en eintómu hráætinu áður.
Sumir halda, að mjög hafi það gert manninn friðsamlegri
og skapbetri, er hann komst upp á að dorga sér fisk (úr ám
og vötnum). Hvort kalda fiskblóðið hafi einnig komið til
greina, og næringarefni úr fiskholdinu, sem talin eru heilla-
vænleg til vaxtar og þrifa heilanum, um það má deila, en
fiskveiðarnar voru vissulega hollari skapferlinu og þróun allrar
hugsunar heldur en æstur og blóðugur bardaginn við dýrin.
Sá bardagi hafði hins vegar innrætt manninum óskina þá
>að komast sem fyrst og komast sem lengst* — og verða
sterkari og sterkari. Excelsior! — hærra og hærra!
Miðurinn hafði lengi öfundað sterku og fótfráu dýrin af
afli þeirra og fráleik. Nú var næði fengið til að íhuga lífsins
gang og reyna að finna nýjar leiðir til að bjarga sér betur,
eins og t. d. með því að hæna að sér dýrin, temja þau og
nota afl þeirra sér til aðstoðar.
Enska skáldið Kipling hefur lýst því skemtilega (í æfintýri
fyrir börn) hvernig mennirnir hafi hænt að sér fyrstu dýrin.
Vlurinn og birtan frá hellismunnanum vakti forvitni sumra
dýra, og úrgangsforði, sem Eva kastaði út í hlaðvarpann,
lokkaði þau nær.
Fyrst kom hundurinn. Honum þótti gott steikta kjötið og
gott var að fá bæði kjöt og bein fyrirhafnarlaust. Kúna og
hestinn hændi Eva að sér með ilmandi grasi, er hún hafði