Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Page 52

Eimreiðin - 01.01.1933, Page 52
32 KONAN Á KLETTINUM EIMREIÐIN — Hún Hildur, hún á heima þarna í kofanum með rauða þakinu. Eg hef heyrt að hún væri eitthvað rugluð, kerlingin, annars er þetta bezta skinn og gerir engum neitt — segir maðurinn. Og þau halda áfram út með fjörunni, og takthljóðið frá fótatökum þeirra óskýrist smátt og smátt við fjarlægðina og heyrist brátt ekki lengur. — — Konan á klettinum situr kyr og horfir út í óendanleikann. Langt — langt inni í þoku minninganna er lítil stúlka með blá augu og gullna lokka, á stuttum kjól. Hún á heima inni í dalnum, þar sem er svo gaman að leika sér að leggjum og skeljum, innan um ilmandi grængresi sumarsins og renna sér á skautum, skíðum og sleðum á veturna. Börnin eru svo glöð og kát, þó þau jafnvel séu umkomulaus. Og lítil stúlka hugsar ekki um, að enginn hafi óskað eftir tilveru hennar. Hún hugsar ekki um móður, sem er dáin fyrir hennar minni og ekki um þann föður, sem enginn þykist vita hver er og aldrei hefur viljað kannast við hana. En hún grætur af því, að hann Oli var að renna sér á sleðanum hennar og braut hann. En Óli er sonur húsbóndans og gefur henni nýjan sleða, því hann er góður drengur, og honum þykir vænt um hana. Og hún hleypur upp um háls hans og kyssir hann fyrir sleðann. — — Svo koma eyður í minninguna. — Dagar sem alveg hafa týnst. — — Þarna kemur svo ferming. — — Nýr söðull frá fóstra hennar og hringur með plötu, sem grafið er á H. Hann er frá Ola. — — Svo er hún alt í einu fullorðin stúlka. — — Hér kemur jarðarför. Það er fóstri hennar, sem er bor- inn til grafar. — Margir menn í bláum vaðmálsfötum og kon- ur með slegin sjöl, á skóm úr sauðskinni. — — Söknuður. ------Eyða í minninguna. — Ekkert markvert. — Og þó.--------- Nú er hún gift kona. Maðurinn hennar heitir Ólafur. Það er hann Óli, sem hún hafði æfinlega haldið að væri bara bróðir hennar. — — Svo hann var þá ekki bróðir hennar? — — Þau búa í Hvammi, þar sem þau bæði hafa alist upp. — — Jú, hann elskar hana. — — Hún finnur það svo vel, að hvar sem hún er, þá er það andi hans, sem vakir yfir henni og blessar hana. En það er svo skrítið, að hann skuli ækki bara vera bróðir hennar. — —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.