Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Side 128

Eimreiðin - 01.01.1933, Side 128
108 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO EIMREIÐIN Nei, hann var ekki faðir Ginevru. I æðum hans rann ekki sama blóðið og í æðum þessarar skepnu, sem hefur verið mér svo vond. Hversu oft hef ég ekki hugsað með órórri og óseðjandi forvitni um rétta pabbann, ókunna, nafnlausa manninn? Hver gat hann verið? Vissulega ekki alþýðumaður. Líkamsfegurð, að vissu leyti töfrandi, ýmislegt í látbragði, sem benti á með- fæddan yndisþokka, grimd hennar og undirferli, alt þetta benti á, að í henni rynnu nokkrir dropar af höfðingjablóði, enn- fremur meðfædd hneigð til nautna, alveg sérstakt lag á að særa og kvelja hlæjandi, og það hve hún fékk fljótt viðbjóð á öllu. — En hver var faðirinn? Ef til vill einhver spiltur öldungur eins og Aguti markgreifi. Ef til vill kirkjunnar maður, einn þessara kvensömu kardínála, sem áttu krakka í hverju húsi í Róm? Hversu oft hef ég ekki hugsað um það! Stundum hefur hugmyndaafl mitt líka skapað sér mynd af manni með á- kveðnum einkennum, en ekki óljósum og breytilegum, mann með sérstökum svip, mann, sem lifað hafði taumlausu lífi. Ginevra hefur vafalaust vitað, eða að minsta kosti fundið, að engin blóðbönd tengdu hana við eiginmann móður hennar. í sannleika hef ég aldrei getað séð bregða fyrir ástúð eða meðaumkun í augum hennar, þegar hún festi þau á þessum ógæfusama manni. Þá birtist þvert á móti í þeim kæruleysi og oft viðbjóður, fyrirlitning, andstygð, jafnvel hatur. Ó! augun hennar! í þeim birtist alt, í þeim birtist of margt og fjarskylt í einu, svo að ég botnaði ekkert í þeim. Stund- um varð þeim litið af tilviljun í augu mín, og þá var í þeim eins og glampi af hörðu, tindrandi stáli. En svo var skyndi- Iega eins og hvítleit slæða væri dregin fyrir þau, og þau voru ekki lengur hörð. Hugsið yður, herra, hnífsblað, sem hefur verið andað á. Nei, ég get ekki sagt yður frá ást minni. Enginn mun nokkru sinni vita, hve mikið ég hef elskað hana — enginn. Sjálf hefur hún aldrei vitað það. Hún veit það ekki nú. En ég veit ósköp vel, að hún hefur aldrei elskað mig, ekki einn einasta dag, ekki eina klukkustund, jafnvel ekki eitt augnablik. Eg vissi það frá byrjun. Ég vissi það, þegar hún horfði á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.