Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 13
RANNVEIG A . JÓHANNSDÓTTIR Börn á forskólaaldri og á fyrstu árum í skóla eru misjafnlega á vegi stödd að verða læs. Sum eru forvitin og áhugasöm um ritmálið og gefa því gaum með ein- hverjum hætti, önnur alls ekki. Aukinn vitrænn þroski barns á þessum árum gerir því kleift að skilja, og samræma reynslu sína á sjálfu sér og öðrum meðvitaðar en áður. Barnið skilur einnig smám saman að tal og samskipti við aðra eru ekki öll hér og nú eins og áður hefur verið bent á. Það upplifir að hægt er að leika og ímynda sér samtöl, hluti og atburði, og einnig að um þá er hægt að lesa og skrifa. Þróun talmáls, ritunar og lestrar fer saman á órjúfanlegan hátt. Ánægjan af bókum og reynsla barns af þeim er talin gagnlegasta upplifun þess til að þróa læsi. Barn á forskólaaldri býr yfir margháttaðri reynslu og upplifun af lestri og ritun sem það þarf að fá hjálp til að greiða úr og skilja. Brýnasta hlutverk þeirra sem starfa með barni á þessu reki, í leikskólum og í grunnskólum, er að vita hvað það er sem barnið kann og byggja þar við (Adams 1990, Clay 1991b). Lestur og ritun fela í sér að barn skilji og beini athygli sinni að formi, merkingu og hlutverki ritmáls og sé um leið virkur og skapandi þátttakandi (Clay 1991b, Donaldson 1978, Vygotsky 1962). Clay (1991b:22) skilgreinir lestur sem ferli þar sem börn draga út úr táknum ritmálsins vísbendingar sem þau tengja saman þann- ig að þau skilja merkinguna sem felst í textanum. Að læra að lesa er einstakl- ingsbundið og flókið ferli sem þróast á löngum tíma allt frá því að barnið er ungt og hlustar á sögur lesnar upphátt, þar til það ræður sjálft við að lesa texta (Clay 1991b). Lestur er ekki bundinn ákveðnu aldursári heldur þróast hann hjá barninu á þess eigin forsendum eins og við á um allan þroska þess (Hagtvet 1994:283). Lestur þróast í stigum. Fjöldi þeirra og heiti eru misjöfn hjá fræðimönnum (Adams 1990, Clay 1991b, Dalby o.fl. 1989, Hagtvet 1994, Hoien og Lundberg 1989). Stigin spanna færni barnsins frá því að það þekkir merki og orðmyndir til að það getur umskráð og lesið ný og áður óþekkt orð og veit hvernig þau eru stafsett. Ýms- ar skilgreiningar eru til á lestri og byggjast þær á ólíkum viðhorfum um hugarstarf- ið sem liggur að baki lestrinum (sjá nánar Rannveigu A. Jóhannsdóttur 1996:21-23). Kennarar velja og túlka skilgreiningar og áhrifanna gætir í lestrarkennslu þeirra. Henni má oft skipta í tvo flokka. Annars vegar byggja kennarar á lestrarlíkani sem er kennt við umskráningarlíkan („bottom-up model") og skriftákn eru umskráð í hljóð stafa og orða (Gough 1972) og kennarar beita samtengjandi aðferðum (sjá Helgu Magnúsdóttur 1987). Hins vegar setja þeir merkingu textans og skilning lesandans á oddinn (Goodman 1976, Smith 1978), nota merkingarlíkan („top-down model") og nota sundurgreinandi aðferðir (sjá Bryndísi Gunnarsdóttur o.fl. 1987). Kennarar byrjenda þurfa af þekkingu og kostgæfni að gera upp við sig á hvaða for- sendum lestrarkennsla þeirra byggist eigi hún ekki að vera brotakennd og í ósam- ræmi við það sem vitað er um þróun lestrar (Hayes 1991:7). Ritun er líkt og lestur, háð vitrænum og mállegum þroska barnsins. Mismun- andi skilgreiningar á lestri fela í sér ýmis konar skilning á þróun ritunar barna. Um- skráningarlíkan gerir ráð fyrir að ritun fylgi á eftir lestri og eigi það eitt sameigin- legt með honum að umskrá skriftákn. Merkingarlíkan reiknar hins vegar með að þróun lestrar og ritunar fari saman og greining lesandans á merkingarbærum texta, skilningur hans og reynsla hafi áhrif á hvort tveggja (Hayes 1991). Þegar barn skrif- 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.