Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 28

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 28
„ A F ÞVÍ LÆRA BÖRNIN MÁLIÐ" Niðurstöður úr fyrstu og annarri rannsóknarspurningu sýna að ekki var hægt að fjalla um á hvern hátt móðurmál var þjálfað án þess að greina ýmsa þætti þess. Þetta er í samræmi við það sem Snow og fleiri halda fram, að málið sé margt í senn (1983) og örvun þess kalli á mismunandi tækifæri til að nota það. Þetta gæti verið hvatning fyrir kennara í leik- og grunnskóla til þess að skerpa sýn á það umhverfi sem málnotkun barnanna er búin í skólanum. Leikskóli Niðurstöður sýna að starfsemi leikskólanna var fjölbreytt og bauð börnunum upp á skilyrði til margvíslegrar málnotkunar. Margbreytileg vinnubrögð réðu mestu um að skapa traustan grunn til að byggja hana á. Skýr dæmi um málörvun í leikskóla- starfinu voru þemavinna, hópastarf og val þar sem fjölbreytileg málþjálfun átti sér stað við ýmsar aðstæður. Málörvunin fól í sér að þroska meðvitaða málkennd, skilja og tala „rétt" mál, auka orðaforða, segja öðrum frá, lýsa hlutum og atburðum, glíma við og nota málið sem sjálfstætt táknkerfi og spreyta sig á ritmálinu. Þessir þroskavænlegu liðir í starfsemi leikskólanna gáfu börnum tækifæri til að skapa sjálf og tjá sig á sinn hátt í leik sínum. Vygotsky (1978:87-88) hefur bent á að skapandi leikur væri nauðsynleg leið til að vísa á hvar barnið væri statt í þroska svo að hægt væri að hjálpa því fram á við (sbr. kenningu hans um „zone of proximal development"). Starf leikskólanna var að þessu leyti í góðu samræmi við það sem ætlast er til í opinberum gögnum þar sem segir í Uppeldisdætlun fyrir leikskóla að á leikskólaaldri sé lagður grunnur að málþroska barna og að málörvun eigi að vera eins og rauður þráður í öllu starfi (1993:54). Ýmsar daglegar venjur sköpuðu frjóan jarðveg í móðurmálsþjálfun við mis- munandi aðstæður og hlutverk leikskólakennarans var ótvírætt að skapa hann. Samtöl við börnin við máltíðir var eitt dæmi um þetta, þegar auðvelt var að beina þeim að raunverulegum aðstæðum og merking orða fór ekki á milli mála. Einnig þegar nokkur börn sátu saman við borð ásamt leikskólakennara og spiluðu á spil og meðan á spilamennskunni stóð greip leikskólakennarinn tækifæri sem gáfust til að skýra m.a. hugtök og vekja athygli á því hvernig orð breyttust (t.d. ein tía, tvær tíur). Svipað átti sér stað í skólastundinni en þar var mikið talað saman. Það voru ekki verkefnin sem slík sem gerðu skólastundina athyglisverða heldur hvernig hinir fullorðnu fylgdust með börnunum, studdu þau og hvöttu þegar þau reyndu að leysa þau. Nærvera leikskólakennarans við ofangreindar aðstæður, áhugi hans á að taka þátt í samræðum við börnin og leiða þær jafnframt áfram og nýta til örv- unar er líkt og Bruner kallar „scaffolding". Þá hjálpar fullorðinn barni í málþróun sinni með því að vera skrefi framar en það, en styðja það engu að síður á þess for- sendum (Garton og Pratt 1989:45). Einn mikilvægur þáttur til að læra mál er að vita hvernig á að nota það. Halli- day (1975) sýnir fram á að börn nota málið í margvíslegum tilgangi og greinir mál- notkun í sjö mismunandi flokka. Fyrstu flokkar miða að því að barnið fái þörfum sínum fullnægt og þeir síðustu einkennast af þörfinni fyrir að leita og afla upp- 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.