Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 100
ÁHERSLUR í STARFI SKÓLASTJÓRA
listi á grundvelli bandarísku könnunarinnar. Listinn var forprófaður og sendur um
áramót 1991-1992 til allra skólastjóra (219) í grunnskólum landsins. Svör bárust frá
168 og var svarhlutfallið um 77%.
Röðun viðfangsefna í reynd
Á síðasta áratug hefur hugtakið skilvirkur orðið fyrirferðarmikið í umræðu um þá
stjórnendur sem náð hafa góðum árangri í starfi. Það sem m.a. einkennir skilvirka
stjórnendur er að raunveruleg forgangsröðun helstu verkefna þeirra fer nærri þeirri
röðun sem þeir telja æskilega.
I áðurnefndri rannsókn þeirra McClearys og Thomsons (1979) kom fram að
forgangsröðun hjá skólastjórum sem teljast skilvirkir í starfi er nokkuð frábrugðin
því sem almennt gerist meðal skólastjóra. Bilið milli raunveruleikans og þess sem
þeir telja æskilegt er mun meira hjá hinum almenna skólastjóra. Tafla 1 sýnir
hvernig íslenskir skólastjórar röðuðu verkefnum sínum eftir því hversu mikinn
tíma þau taka að jafnaði og eftir því hve mikinn tíma þeir vildu að verkefnin tækju.
Samanlagður mismunur milli raunverulegrar röðunar og ákjósanlegrar sýnir bilið
þar á milli. Svo vill til að þetta bil er jafnmikið hjá íslensku skólastjórunum og hjá
þeim bandarísku.
Af töflunni sést að stjórnun/umsýsla tekur mestan tíma skólastjóra. í öðru sæti
tímafrekra viðfangsefna lendir námskrárvinna og í því þriðja málefni nemenda.
Tengsl við fræðsluskrifstofu/ráðuneyti höfnuðu í neðsta sæti.
Hér á eftir verður vikið að nokkrum þessara þátta og munur sem fram kemur
skoðaður út frá eftirtöldum bakgrunnsbreytum: Menntun og starfsreynslu skóla-
stjóra, kyni og aldri þeirra, ástæðu þess að þeir sóttust eftir að verða skólastjórar,
stærð skóla, hvaða fræðsluumdæmi skóli tilheyrir, aldri skóla (gefur vísbendingu
um hvort skólinn er gamall og gróinn eða nýr og ómótaður) og hvort skólinn er
heimavistar- eða heimangönguskóli. Könnunin veitir þó ekki nægar upplýsingar til
þess að skýra að marki þennan mun.
Stjómun - umsýsla
Eins og fram kemur í Töflu 1 tekur stjórnunarþátturinn mestan tíma þeirra verk-
efna sem tilgreind eru. Með stjórnun er hér átt við fjármál, rekstur og skrifstofu-
hald, bréfaskriftir og skýrslugerð. Ef samband þessa þáttar við bakgrunnsbreytur er
skoðað kemur í ljós að hvergi er um marktækt samband að ræða. Sem dæmi má
nefna að stærð skóla virðist ekki hafa áhrif á umfang stjórnunar og umsýslu. En því
eldri sem skólastjórar eru þeim mun minni tíma virðast þeir verja í þetta viðfangs-
efni.
Námskrárvinna
Námskrárvinna er annað tímafrekasta viðfangsefni skólastjóra. Með námskrár-
vinnu er átt við vinnu sem varðar kennslu, kennsluhætti, kennsluefni, skipulag og
námsefni. Marktækt samband er á milli námskrárvinnu og aldurs skólastjóra,
starfsreynslu þeirra, skólastærðar, og fræðsluumdæmis. í ljós kemur að hlutfalls-
lega flestir þeirra skólastjóra sem settu námskrárvinnu í annað sæti voru milli
98