Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 100

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 100
ÁHERSLUR í STARFI SKÓLASTJÓRA listi á grundvelli bandarísku könnunarinnar. Listinn var forprófaður og sendur um áramót 1991-1992 til allra skólastjóra (219) í grunnskólum landsins. Svör bárust frá 168 og var svarhlutfallið um 77%. Röðun viðfangsefna í reynd Á síðasta áratug hefur hugtakið skilvirkur orðið fyrirferðarmikið í umræðu um þá stjórnendur sem náð hafa góðum árangri í starfi. Það sem m.a. einkennir skilvirka stjórnendur er að raunveruleg forgangsröðun helstu verkefna þeirra fer nærri þeirri röðun sem þeir telja æskilega. I áðurnefndri rannsókn þeirra McClearys og Thomsons (1979) kom fram að forgangsröðun hjá skólastjórum sem teljast skilvirkir í starfi er nokkuð frábrugðin því sem almennt gerist meðal skólastjóra. Bilið milli raunveruleikans og þess sem þeir telja æskilegt er mun meira hjá hinum almenna skólastjóra. Tafla 1 sýnir hvernig íslenskir skólastjórar röðuðu verkefnum sínum eftir því hversu mikinn tíma þau taka að jafnaði og eftir því hve mikinn tíma þeir vildu að verkefnin tækju. Samanlagður mismunur milli raunverulegrar röðunar og ákjósanlegrar sýnir bilið þar á milli. Svo vill til að þetta bil er jafnmikið hjá íslensku skólastjórunum og hjá þeim bandarísku. Af töflunni sést að stjórnun/umsýsla tekur mestan tíma skólastjóra. í öðru sæti tímafrekra viðfangsefna lendir námskrárvinna og í því þriðja málefni nemenda. Tengsl við fræðsluskrifstofu/ráðuneyti höfnuðu í neðsta sæti. Hér á eftir verður vikið að nokkrum þessara þátta og munur sem fram kemur skoðaður út frá eftirtöldum bakgrunnsbreytum: Menntun og starfsreynslu skóla- stjóra, kyni og aldri þeirra, ástæðu þess að þeir sóttust eftir að verða skólastjórar, stærð skóla, hvaða fræðsluumdæmi skóli tilheyrir, aldri skóla (gefur vísbendingu um hvort skólinn er gamall og gróinn eða nýr og ómótaður) og hvort skólinn er heimavistar- eða heimangönguskóli. Könnunin veitir þó ekki nægar upplýsingar til þess að skýra að marki þennan mun. Stjómun - umsýsla Eins og fram kemur í Töflu 1 tekur stjórnunarþátturinn mestan tíma þeirra verk- efna sem tilgreind eru. Með stjórnun er hér átt við fjármál, rekstur og skrifstofu- hald, bréfaskriftir og skýrslugerð. Ef samband þessa þáttar við bakgrunnsbreytur er skoðað kemur í ljós að hvergi er um marktækt samband að ræða. Sem dæmi má nefna að stærð skóla virðist ekki hafa áhrif á umfang stjórnunar og umsýslu. En því eldri sem skólastjórar eru þeim mun minni tíma virðast þeir verja í þetta viðfangs- efni. Námskrárvinna Námskrárvinna er annað tímafrekasta viðfangsefni skólastjóra. Með námskrár- vinnu er átt við vinnu sem varðar kennslu, kennsluhætti, kennsluefni, skipulag og námsefni. Marktækt samband er á milli námskrárvinnu og aldurs skólastjóra, starfsreynslu þeirra, skólastærðar, og fræðsluumdæmis. í ljós kemur að hlutfalls- lega flestir þeirra skólastjóra sem settu námskrárvinnu í annað sæti voru milli 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.