Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 114

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 114
NÁMSKRÁRGERÐ, NÁMSKRÁRFRÆÐI OG KENNARAR falin sérhæfðu starfsfólki sem kynni til verka (Walker 1990). Árið 1932 var Félag um námskrárrannsóknir stofnað og stuttu síðar eða 1938 var sett á laggirnar sérstök námskrárdeild við Columbiaháskólann í New York (Andri Isaksson 1983). Nám- skrárgerð var orðin til sem sérstök fræðigrein. í námskrárgerð einkenndust áratugirnir 1930-1960 í fyrstu af tilraunum manna til að hrinda í framkvæmd námskrárhugmyndum framfarastefnunnar. Þjóðfélags- ástandið var erfitt, heimsstyrjaldir og kreppa. í kjölfar kreppunnar urðu skólamenn að horfast í augu við að bjartsýn trú á framfaramátt menntunar var ekki eins sterk og fyrr. Vandkvæði í skipulagningu námskrár voru fjöldamörg. í kjölfar kalda stríðsins minnkaði einnig tiltrú almennings á hugmyndafræði framfarastefnunnar og kröfur um hefðbundið fræðigreinabundið skólastarf jukust. Hugmyndir um námskrá, þar sem gengið væri út frá þörfum samfélagsins og nemandans, toguðust á við hugmyndir um mikilvægi námsgreinarinnar. Hvernig átti að velja? Hvaða leiðir voru færar við námskrárgerð? Innan námskrárfræða jókst tiltrú á mátt vísinda og tækni. Námskrárfræðingar vildu gjarnan líta á þekkingu sína og viðfangsefni sem vísindaleg. Gengið var út frá því að hægt væri að skoða, skilgreina og vinna með námskrár skóla og markmiðs- setningu á kerfisbundinn, rökrænan, vísindalegan máta. Þannig gæti námskrár- fræðin orðið vísindagrein (Walker 1990, Marsh og Willis 1995). í þeim anda setti Ralph Tyler (1949) fram hugmyndir sínar um kerfisbundna markmiðssetningu skólastarfs, sem höfðu mikil áhrif á hugmyndir um skipulag skólastarfs, og gætir hugmynda Tylers enn í námskrárgerð. Benjamin Bloom og samstarfsmenn hans kynntu hugmyndir sínar um flokkunarkerfi námsmarkmiða (Bloom o.fl. 1956) þar sem lögð var áhersla á að fella markmið í kerfi sem andsvar við þeirri gagnrýni að námskrárgerð væri á vísindalegum villigötum. Um miðja þessa öld voru námskrárfræði að komast á legg, viðfangsefnin í námskrárgerðinni sem fræðin þurftu að glíma við voru mörg og bjartsýni ríkti á möguleikum hennar til að takast vísindalega á við þau. Umræður um gerð nám- skrárkenningar hófust. Væri ekki hægt á vísindalegan máta að finna sameiginlega nálgun í námskrárgerð sem gerði kleift að velja heildstæða algilda námskrá fyrir alla skóla? Væri ekki hægt að smíða námskrárkenningu sem beita mætti við alla námskrárgerð (Klein 1992)? Árið 1957 markaði ákveðin tímamót í sögu námskrárfræða, en þá skutu Rússar gervitunglinu Sputnik I á sporbaug umhverfis jörðu. Forskot Rússa varð Banda- ríkjamönnum mikið áfall og í kjölfarið fór fram umræða um aukin áhrif námskrár- fræða og heildarendurskoðun á námskrám skóla sem m.a. teygði anga sína til íslands (Guðrún Geirsdóttir 1996). Námskrárgerð var nú komin að fullu í hendur sérfræðinga, sem vildu svara spurningum um hvernig skipulagi skóla yrði best hátt- að og námskrár samdar, og þeir töldu sig best til þess fallna (Sigurjón Mýrdal 1993). KENNINGARLEIT? Kenningarleit námskrárfræðinga sem hófst um miðja öldina, var upphaflega byggð á bjartsýnni trú þeirra að unnt væri að finna eða smíða kenningar sem leitt gætu 212
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.