Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 117

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 117
GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR dönskukennarans í upphafi greinar þá er í hugleiðingum hans að finna ýmsar spurningar á þessu þrepi. Er það skólapólitísk ákvörðun að danska verði ekki leng- ur fyrsta erlenda mál í íslenskum grunnskólum? Mun sú ákvörðun hafa einhver bein áhrif í menntakerfinu, t.d. á undirbúning kennara eða námsefnisgerð? Spurningar á rannsóknarþrepinu beinast að viðfangsefnum sem kalla á frekari rannsóknir og eru því um leið leiðbeinandi um val rannsóknaraðferða. Dæmi um slíkar spurningar gætu verið: Hvað aðgreinir árangursríkar leiðir til að breyta skólastarfi frá árangurslitlum? Munu breytingar á kennslumagni og skipulagi dönskukennslunnar hafa áhrif á árangur nemenda? Hvernig er best hægt að meta þann árangur? Rannsóknarniðurstöður á þessu sviði geta nýst og eiga að nýtast, ef vel tekst til, sem grundvöllur ákvörðunar á fyrsta þrepi. Þriðja þrepið, mat á námskrárrannsóknum, vísar til gagnrýninnar úttektar á rannsóknum á öðru þrepi. Rannsóknir á námskrársviði geta verið misgóðar og mis- jafnlega vel til þeirra vandað. Þeir sem nýta sér niðurstöður rannsóknanna eru þó ekki alltaf búnir undir að meta þær á gagnrýninn máta. Viðfangsefni þriðja þreps er því að aðstoða við að greina kjarnann frá hisminu og veita rannsakendum á öðru þrepi ákveðið aðhald og aðstoð við frekari rannsóknir. Kennismíðanálgunin, sem fyrr hefur verið rædd, hvetur til þróunar innan nám- skrárfræða á tveimur sviðum. Annars vegar benda talsmenn hennar á mikilvægi fjölbreyttra rannsókna innan námskrárfræða á öllum þrepum og benda á að svara við ólíkum rannsóknarspurningum megi leita á margvíslegan máta (Short 1991). Hitt sviðið varðar þátttakendurna í kenningasmíðinni. Kennismíðanálgunin undir- strikar mikilvægi námskrárfræðinga í rannsóknum en hvetur jafnframt til þátttöku kennara, stjórnvalda og annarra þeirra sem láta sig skipulag skólastarfs varða. Kennismíðahugmyndina má því sjá sem svar við gagnrýni Schwabs um fjar- lægðina á milli kenninga og veruleika, milli þeirra sem smíða kenningar og hinna sem eiga að nýta þær í starfi. Kennismíðahugmyndin fellur einnig vel að hugmynd- um manna um aukið hlutverk kennara í námskrárgerð og námskrárþróun og rann- sóknum á skólastarfi yfirleitt (Klein 1992, Sigurjón Mýrdal 1993, Ólafur Proppé 1992). KENNARAR OG NÁMSKRÁRGERÐ Á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum er aðalnámskrá miðstýrð. Ríkið setur skólum námskrá og hefur hún reglugerðarígildi. Einkenni miðstýrðrar námskrár á Norðurlöndum eru lýðræðislegar ákvarðanir þar sem reynt er að samþætta mörg ólík sjónarmið. Námskráin er því yfirleitt samin af þröngum hópi sérfræðinga sem hafa það verkefni að reyna að gera sem flestum til hæfis og hefur brunnið við að framsetning sé bræðingsleg og án heildarmyndar. Erfitt er að greina afdráttarlausa skólastefnu og geta kennarar og skólar túlkað námskrána með hliðsjón af eigin þörfum og áherslum. Meðal annars vegna þessarar tilhögunar hefur á síðari árum verið lögð áhersla á skólanámskrárgerð. íslenskum grunnskólum var gert skylt að gera skólanámskrá samkvæmt lögum um grunnskóla frá árinu 1995 en framhaldsskólanum með gildis- töku nýrra laga frá 1996. 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.