Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 117
GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR
dönskukennarans í upphafi greinar þá er í hugleiðingum hans að finna ýmsar
spurningar á þessu þrepi. Er það skólapólitísk ákvörðun að danska verði ekki leng-
ur fyrsta erlenda mál í íslenskum grunnskólum? Mun sú ákvörðun hafa einhver
bein áhrif í menntakerfinu, t.d. á undirbúning kennara eða námsefnisgerð?
Spurningar á rannsóknarþrepinu beinast að viðfangsefnum sem kalla á frekari
rannsóknir og eru því um leið leiðbeinandi um val rannsóknaraðferða. Dæmi um
slíkar spurningar gætu verið: Hvað aðgreinir árangursríkar leiðir til að breyta
skólastarfi frá árangurslitlum? Munu breytingar á kennslumagni og skipulagi
dönskukennslunnar hafa áhrif á árangur nemenda? Hvernig er best hægt að meta
þann árangur? Rannsóknarniðurstöður á þessu sviði geta nýst og eiga að nýtast, ef
vel tekst til, sem grundvöllur ákvörðunar á fyrsta þrepi.
Þriðja þrepið, mat á námskrárrannsóknum, vísar til gagnrýninnar úttektar á
rannsóknum á öðru þrepi. Rannsóknir á námskrársviði geta verið misgóðar og mis-
jafnlega vel til þeirra vandað. Þeir sem nýta sér niðurstöður rannsóknanna eru þó
ekki alltaf búnir undir að meta þær á gagnrýninn máta. Viðfangsefni þriðja þreps er
því að aðstoða við að greina kjarnann frá hisminu og veita rannsakendum á öðru
þrepi ákveðið aðhald og aðstoð við frekari rannsóknir.
Kennismíðanálgunin, sem fyrr hefur verið rædd, hvetur til þróunar innan nám-
skrárfræða á tveimur sviðum. Annars vegar benda talsmenn hennar á mikilvægi
fjölbreyttra rannsókna innan námskrárfræða á öllum þrepum og benda á að svara
við ólíkum rannsóknarspurningum megi leita á margvíslegan máta (Short 1991).
Hitt sviðið varðar þátttakendurna í kenningasmíðinni. Kennismíðanálgunin undir-
strikar mikilvægi námskrárfræðinga í rannsóknum en hvetur jafnframt til þátttöku
kennara, stjórnvalda og annarra þeirra sem láta sig skipulag skólastarfs varða.
Kennismíðahugmyndina má því sjá sem svar við gagnrýni Schwabs um fjar-
lægðina á milli kenninga og veruleika, milli þeirra sem smíða kenningar og hinna
sem eiga að nýta þær í starfi. Kennismíðahugmyndin fellur einnig vel að hugmynd-
um manna um aukið hlutverk kennara í námskrárgerð og námskrárþróun og rann-
sóknum á skólastarfi yfirleitt (Klein 1992, Sigurjón Mýrdal 1993, Ólafur Proppé 1992).
KENNARAR OG NÁMSKRÁRGERÐ
Á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum er aðalnámskrá miðstýrð. Ríkið setur
skólum námskrá og hefur hún reglugerðarígildi. Einkenni miðstýrðrar námskrár á
Norðurlöndum eru lýðræðislegar ákvarðanir þar sem reynt er að samþætta mörg
ólík sjónarmið. Námskráin er því yfirleitt samin af þröngum hópi sérfræðinga sem
hafa það verkefni að reyna að gera sem flestum til hæfis og hefur brunnið við að
framsetning sé bræðingsleg og án heildarmyndar. Erfitt er að greina afdráttarlausa
skólastefnu og geta kennarar og skólar túlkað námskrána með hliðsjón af eigin
þörfum og áherslum.
Meðal annars vegna þessarar tilhögunar hefur á síðari árum verið lögð áhersla
á skólanámskrárgerð. íslenskum grunnskólum var gert skylt að gera skólanámskrá
samkvæmt lögum um grunnskóla frá árinu 1995 en framhaldsskólanum með gildis-
töku nýrra laga frá 1996.
115