Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 135

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 135
ÁRNI SIGURBJARNARSON anda sem vantar alla undirstöðuþjálfun fyrir hljóðfæranám. Með því að þróa að- ferðir til hópkennslu byrjenda í hljóðfæranámi er í fyrsta skipti verið að gera það að raunhæfum möguleika að allir geti átt kost á hljóðfæranámi og að tónlistarnám yngri barna geti komið sem viðbótartími inn á samfellda stundaskrá barna í fyrstu bekkjum grunnskóla. Með markvissri samvinnu þessara þriggja stofnana verður hinn „hefðbundni" tónlistarforskóli Tónlistarskólans úr sögunni þar sem grunn- skólinn og leikskólinn taka við þeim verkefnum af Tónlistarskólanum og Tónlistar- skólinn getur betur beint kröftum sínum og þekkingu að hljóðfæranáminu. c) Sú bylting sem orðið hefur í tækni til að tölvuvinna tónlist er markvisst notuð við gerð samþætts kennsluefnis. Þetta skapar alveg nýja möguleika í tónlistar- kennslu. Efnið verður hægt að nota í allri tónlistarkennslu barna í leikskóla og kennt samhliða í hljóðfæranámi og tónmenntakennslu. Á undanförnum árum hefur orðið mikil þróun í tónlistarhugbúnaði. Þar á meðal eru komin á markað nótnaskriftarforrit sem gefa alveg nýja möguleika á að þróa kennsluefni fyrir hljóðfæra- og tónmenntakennslu. Stofnanirnar þrjár búa núna yfir þekkingu og tækjakosti til að vinna slíkt efni. Þær kennsluaðferðir og kennslubækur sem algengast er að nota nú um stundir byggjast margar að verulegu leyti á því að kenna byrjendum í hljóðfæraleik lög sem þeir kannast við. Einnig læra nemendur að syngja lögin áður en þeim er kennt að spila þau á hljóðfæri og að læra að spila þau eftir nótum. Þetta er í samræmi við þá grundvallarhugsun að slíkt sé jafn eðlilegt og að börn læra að tala áður en þau læra að lesa og skrifa. Fyrir hljóðfærakennara er þetta ákveðið vandamál, þar sem mest af því kennsluefni sem til er fyrir hljóðfæri er erlent og hentar þar af leiðandi ekki jafn vel til kennslu fyrir íslensk börn. Það íslenska kennsluefni sem er til er tak- markað og sérhæft fyrir hvert hljóðfæri. Með því að vinna laga- og textabanka sem hluta af verkefninu Hljóðfæranám fyrir alla er vægi tónmenntakennslunnar og þess starfs sem fram fer í leikskólanum aukið vegna þess að kennslan nýtist í hljóðfæranáminu og í almennri kennslu, auk þess sem slík vinna gefur alveg nýja möguleika í efnis- og lagavali við hljóðfæra- kennsluna. í slíkum banka verður safn af lögum og textum sem safnað er í sam- vinnu bekkjarkennara, tónmenntakennara, leikskólakennara og hljóðfærakennara. Þessi lög eru varðveitt í tölvu þar sem þau verða tilbúin til útprentunar í öllum tón- tegundum, sem er forsenda þess að hægt sé að nota þau til kennslu á mismunandi hljóðfæri. Textarnir verða einnig tilbúnir til útprentunar sérstaklega. Þannig verða þeir aðgengilegir til kennslu í tónlistarforskóla, tónmennt, leikskóla og almennum bekk. Með þessu móti verður kennsluefni samþætt fyrir leikskóla, tónmennta- og hljóðfærakennslu. Nemendur í hljóðfæraleik geta verið að vinna með sama efni á hljóðfæri sitt og það sem hljómað hefur í kringum þá í leikskóla og almennu skóla- starfi grunnskólans. 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.