Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 151
JÓN BALDVIN HANNESSON
AUKIN GÆÐI NÁMS*
Markmið þróunarverkefnisins Aukin gæði náms (AGN) er að bæta skilyrði nemenda
til náms og auka námsárangur með því m.a. að styrkja forsendur skóla til sjálfsmats
og skólaþróunar. Verkefnið er enskt að uppruna og heitir á ensku Improving the
Quality of Education for All - IQEA. Höfundar þess, Mel West, Mel Ainscow, David
Hopkins og Geoff Southworth, voru allir til skamms tíma kennarar við Cambridge
University School of Education. Undanfarin sjö ár hafa þeir þróað verkefnið í sam-
vinnu við grunn- og framhaldsskóla víðsvegar á Englandi. Á íslandi var AGN-ið
unnið í náinni samvinnu við höfundana, aðallega þó Mel West.
íslenskir umsjónarmenn verkefnisins og ráðgjafar eru Jón Baldvin Hannesson,
Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson.
HUGMYNDAFRÆÐIN AÐ BAKI AGN-INU
Skólar hafa áhrif á þroska og þekkingu barna og unglinga og þar með á framtíð
þeirra. Skólar eru þó afar misjafnir að gæðum. Eitt af því sem einkennir góða skóla
er að þeir meta sífellt árangurinn af eigin starfi og leita leiða til að bæta starf sitt.
Skólar þurfa alls ekki að vera slæmir til að batna heldur þarf vilji til umbóta að
einkenna starf allra skóla.
Fjöldi rannsókna hefur dregið upp mynd af því sem einkennir árangursríkt
skólastarf (sjá t.d. Ainscow og Muncey 1988, Stoll 1991). Meðal mikilvægra ein-
kenna eru:
- skýr sameiginleg markmið og framtíðarsýn skólasamfélagsins,
- forysta og stjórnunarhættir einkennast af valddreifingu,
- samvinna og samábyrgð kennara á öllum sviðum skólastarfsins,
- vönduð og markviss vinnubrögð við undirbúning og kennslu,
- stöðug viðleitni til að uppfylla þarfir allra nemenda og trú á að allir
nemendur geti náð árangri,
- kerfisbundnar aðferðir til að skrá og meta árangur starfsins,
- mikil áhersla á nám kennara og styrkingu í starfi.
Eitt er að draga upp skýra mynd af því sem einkennir árangursríkt skólastarf, ann-
að að þróa vinnubrögð eða ferli sem leitt geta skólann þangað. í raun verður hver
skóli að þróa sínar eigin leiðir í samræmi við aðstæður sem fyrir hendi eru. í Bret-
landi og Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum verið að byggjast upp rann-
* Grein þessi byggist á erindi sem flutt var á málþingi Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands 23. ágúst 1997 um
þróun og nýbreytni í skólum.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 6. árg. 1997
149