Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 16
Ferill.
Völuspá er frægasla kvæði Norðurlanda, og þólt víðar sé
leitað, enda dregur margt til þess, Efnið er stórfelt og varðar
alla: örlög heimsins, goða og manna, þar sem baráttu and-
stæðra atla er lýst á þann hátt, að hver maður kennir um
leið sina eigin sögu. Skáldið hefur verið hvorttveggja, djúp-
sær alvörumaður og mikill listamaður, en verið uppi á öld,
sem knúði alla krafta hans til starfa. Iívæðið hefur frá upp-
hafi verið stuttort og torskilið, nú er það auk þess i brot-
um og sumsstaðar aílagað. Það storkar skýrandanum með
orðum völunnar: Viluð ér enn — eða hvat? En það heillar
þvi meir sem það er torskildara. Menn sökkva sér aldrei
ofan í verk, sem láta alla fjársjóði sina fljóta á yfirborðinu.
Af ummælum siðari alda manna um kvæðið skulu að
eins ein tilfærð, svo sem til dæmis. Þau eru eftir einn skiln-
ingsmesta Edduskýranda, Julius Hoífory (Eddastudien, 141):
»Norðurlandabúum hlotnaðist sú hamingja, sem engri ann-
ari þjóð hefur nokkurn tíma fallið í skaut, að eiga einmitt
á þessum stórkostlegu timamótum (o: baráttu kristins siðar
og heiðins) afburðaskáld, sem gefið gat yfirlit yfir fortíð,
samtíð og framtíð, svo að ekki getur annarsstaðar slíka við-
sýn. Völuspá er ekki einungis, eins og Múllenhoff sagði,
ágætasta kvæði Norðurlanda, alt fram á þennan dag, heldur
hefur aldrei verið samið annað eins verk af því tæi«. Margt
svipað mætti til tína. Jafnvel þeir skýrendur, sem teygt hafa
kvæðið eins og hrátt skinn, eða limað það sundur með til-
finningalausri skarpskygni, hafa tignað það á sinn hátt: með
alúð þeirri, sem þeir lögðu við verkið.
Merkilegt væri að vita eitthvað um, hvernig samtímamenn
skáldsins hafa brugðist við kvæðinu og metið það. En þar
er ekki annars kostur en ágizkana. Völuspá hefur aldrei
verið á alþýðu vörum, eins og t. d. Lilja síðar. Annars
mundi skáldamálið bera hennar meiri menjar. Enda fylgdist
skáldið hvorki með gamla straumnum né þeim nýja, heldur