Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 94
84
VÖLUSPÁ
hanar hér vera lilbúningur skáldsins. Fjalarr er alþekl lieiti
á jötni og dvergi, en Gullinkambi er myndað eins og Gullin-
tanni, Gullinbursti, og blasti ekkert nafn betur við, ef nefna
skyldi hana sjálfra Ása. Heljar-haninn er ekki nefndur. —
Hvers vegna skáldið hafi sett þessar vísur um Eggþé og
hanana þarna, eða ort þær yfirleitt, verður ekki skýrt á
annan hátt en þann, að honum hafi nú dottið þetta i hug
og látið það fjúka. Það er staðreynd, alt annað getgátur.
En í kvæðinu hafa vísurnar þau áhrif að sýna, að nú hafi
öll tilveran á sér mikinn andvara, eins og til niikilla tiðinda
dragi, og muni jötnar einir hugsa gotl til og vera glaðir.
fagrrauðr, smbr. sótrauðr í næstu visu. Myrkrið ræður lit-
hlænum á hana Heljar.
43. vísa.
hölða, Ásu og Einherja.
Herfaföðr. Óðinn er í Völuspá kallaður: Valföðr (1. og
27. v.), Herföðr (29. v.), Herjaföðr, Sigföðr (55. v.). Öll þessi
nöfn hafa sömu merkingu. Er þetta athugunarvert fyrir þá,
sem halda, að vísur kvæðisins sé sín úr hverri áttinni.
44. vísa.
Hér kemur þriðja stefið fyrsta sinn í K. 1 H er það komið
áður (sjá nmgr. við 21. v.), en vísurnar eru þar á þeirri
ringulreið, að ekkert verður af þvi ráðið. Um Garm og
Gnipahelli vita menn í raun og veru ekkert nema nöfnin.
Garmr er kallaður »œztr hunda« í ungri, þulukendri visu í
Grimnismálum (44), en það getur vel verið tekið eftir Völu-
spá. Snorri lætur Garm berjast við Tý í ragnarökum, og er
það víst ekki annað en tilgáta hans: honum hefur fund-
ist þar eitlhvað vanta í Völuspá. í raun réltri hefur hann
ekki verið fróðari um Garm en vér.
Mér hefur fyrir löngu doltið i hug (og áður en ég athug-
aði, að Olrik getur sér til þess sama, og þó hikandi, Ragna-
rok I, 236), að Garmr sé enginn annar en Fenrir sjálfur,
aðal-óvinur goðanna.1) Mér finst ótækt að slíta stefið svo
1) Maurer hefur líka verið á sama máli, og Bugge virðist fallast á
skoðua lians í Eddu-útgáfu sinni 390. Hann var þá enn ekki kominn
að þcirri niðurstöðu, að Garmr vœri afbökun úr Cerberus (Studier I,