Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 131
\
SKÁLDIÐ 12Í
með alkunnum goðsögum, var nægilegt að drepa á þær með
fám orðum.
Það er þó, eins og þegar er sagt, ekki efni Völuspár, sem
gerir hana sérstaka meðal heimilda norrænnar goðafræði,
hvorki þau atriði, sem skáldið kann að hafa skapað sjálfur,
né þau, sem líklegt er að sé af kristnum rótum runnin.
Ásatrúin átti sér ekkert takmarkað og afgirt kenningakerfl.
Goðsögurnar uxu eins og hagablóm. Hverju skáldi var leyfi-
legt að laga þær eða auka við þær. Og leiðin var opin fyrir
áhrif frá öðrum trúarbrögðum. Höfundur Völuspár er ein-
mitt einstakur af þvi að hann gerir tilraun til þess að skapa
kerfi, guðfræði. Hann tekur hinar sundurleitu og barnalegu
hugmyndir um heimsendi, sem runnar eru upp af lifslöng-
un heilbrigðrar alþýðu, velur úr þeim, steypir þeim í eina
heild, og skilur alt með nýrri og andlegri skilningu, svo að
þetta verður hreinsun en ekki tortíming, bölið snýst til
blessunar. Ef vér berum saman djúpsæina og skilninginn í
Vafþrúðnismálum og Völuspá, kemur sú spurning ósjálfrátt,
hvort þetta sé innri þroski heiðninnar sjálfrar eða annarleg
áhrif valdi. Jafnvel þótt ekki væri í Völuspá eitt einasta at-
riði, sem kæmi ekki annarsstaðar l'yrir í einhverri heiðinni
heimild, myndi svipurinn yfir kvæðinu, andinn, kerfið, segja
nógu ljóslega, að skáldið hefði ráðið hinar fornu rúnir við
nýja ljósbirtu. Þetta nýja Ijós gaf honum djörfung til þess
að velja úr og reisa eitt musteri úr dreifðum brotum fornra
hofa og hörga.
Völuspá og Hér að framan (bls. 9 o. áfr.) hefur verið drep-
kristinn ið á deilur fræðimanna um þetta efni. Hvorra-
dómur. tveggja öfga, alheiðni og alkristni, hefur verið
leitað, og ílestra millistiga. En jafnvel þeir sem
yztir standa í hinn heiðna fylkingararm, eins og Finnur
Jónsson, viðurkenna, að skáldið hafi þekt eitlhvað til kristn-
innar, úr því að þeir telja, að hann hafi ort kvæðið til þess
að sýna yfirburði hins forna siðar yfir hinn nýja. En á svo
næman og ihugulan anda sem höfund Völuspár hlaut þekk-
ing á annari eins nýjung og kristninni að hafa einhver áhrif.
Hitt er meiri vandi að gera sér ljóst, í hverju þau voru fólgin.
Axel Olrik hefur sagt: »Enginn heiðingi á 10. öld, a. m. k.
þeirra'sem voru í gáfaðra lagi, hefur verið alls ósnortinn af
kristnum hugmyndum«. Hann bendir á, að ýmsa greftrunar-
16