Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 93
41-42. v.
SKÝRINGAR
83
er myndað eins og Hjalmþér (þér sami stofn og þéa [þjá]
og þír [ambált]). Miillenhoff og DH halda því fram, að
hirðir sé hér = (eigin)maður, en fyrir því eru engin rök.
Þá er hitt sennilegra, að gýgrin í þessari vísu sé sú sama
og en aldna i 40. v. Ekkert er eðlilegra en að smali sitji á
haugi, þar sem sér vítt yflr, smbr. Skirnismál 11:
Segðu þat hirðir,
er þú á haugi sitr
ok varðar alla vega . . .
Og hirðir gýgjarinnar er auðvitað sjálfur jötunn. Því merki-
legra er að bera lýsingu hans saman við lýsingu annara jötna.
gaglviðr. í H stendur galgviðr, og hefur Bugge (390) hall-
ast að þvi, að svo væri rétt ritað. Væri átt við askinn (gálga
Óðins), en haninn, sem gæli í greinum hans, samsvaraði
hananum Viðófni á Mímameiði í Fjölsvinnsmálum 23—24.
Sennilegra þykir mér þó, að galgviðr sé = blótlundr, þar
sem menn voru hengdir í greinunum (smbr. skýringar
við 19. v.). Mætti ef til vill hugsa sér Járnvið sem
gífurlegan blótlund, en sólarúlfurinn drykki blóð mann-
fórnanna. — Miklu örðugra viðfangs er gagl-. Gagl er gæsar-
ungi, en gæsir ganga ekki í skógum, ogí Eggþér er varla
gæsahirðir. Og þótt gagl væri látið standa fyrir fugl yflrleitt,
og skýrt fiiglaskógur (Múllenhoff), sem í sjálfu sér er varla
tækilegt, þá væri lýsingin á þessum skógi einmitt altof al-
menn og sviplaus. Delter (DH) skýrði gagl < *ga-vagl, en
vagl er »hanabjálki« og ga- táknar, að margt sé af sama
tæi: gaglviðr = stoð með mörgum þvertrjám fyrir hænsni.
En auðsjáanlega er hægra að hugsa sér haug i eðlilegum
skógi (t. d. við veg um skóginn) en að hænsnatré væri reist
á haugi úti á viðavangi. Axel Iíock, sem siðastur hefur rej-nl
að skýra orðið (Arkiv XXVII, 110 o. áfr.), felst á skýringu
Guðbrands (í orðabók Cleasby’s), að gagl sé jurtarheiti =
engils. gagel, ensku gale, Myrica gale (Linn). Sú jurt er mik-
illar náttúru, var höfð til lækninga og ölgerðar, og finst Kock
skógurinn með því heiti fá þann dularfulla svip, er við eigi.
Um hanana þrjá, sem talað er um í þessum visum,
vita menn ekkert. Þeir eru annars hvergi nefndir (nema
Fjalarr í Þulum, en það getur verið tekið úr Völuspá), og
Gullinkambi ekki einu sinni í Grimnismálum, þar sem þó
margt er talið, sem i Valhöll er. í H Hund II 49 er haninn,
sem vekur Einherja, kallaður Salgófnir. Helzt virðast þessir