Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 149
SKÁLDIÐ
139
Þannig hlýtur tvíhyggjan að lita á málið. Andstæðurnar
tvær eru í fullkomnu jafnvægi. ósamræmið — syndin — á
aðeins heima í þeim hluta tilverunnar, sem er á leiðinni
milli þeirra,
Eftir eiðrofin syrtir yfir kvæðinu. Viðkvæðið er ekki leng-
ur um ráð hinna ginnhelgu goða, heldur hin storkandi
spurning: vituð ér enn, eða hvat? Samt er enn mikið af lífs-
þrótti í heiminum. Askurinn stendur enn algrænn og döggv-
aður. Og braut goðanna liggur ekki beint niður á við. óðinn
reynir að bjarga. Goðunum hefur orðið vitsmunaskortur.
Getur ekki meiri vizka bætt úr því, sem orðið er, eða að
minsta kosti heft afleiðingar þess?
Bjargráð Ása eru í því fólgin að selja Mími að veði heyrn
Heimdallar og sjón Óðins fyrir drykk af vizkubrunninum.
Enn í þessu kemur djúpsýn skáldsins fram. Hingað til hafa
goðin átt hin næmu skynfæri og óþroskuðu hugsun barnsins.
Nú selja þau skynjunina fyrir vitsmuni. Mikil íhygli veldur
því oftast, að athyglin sljóvgast.
Vafasamt er, hvernig skáldið hefur skilið þessa veðsetn-
ingu. Er það vegna þess að óðinn er eineygur, sem goðun-
um sést yfir mistilteininn? Er það af því að heyrn Heim-
dallar er skerð, sem hann blæs ekki í hornið fyr en alt er
komið í uppnám? Aðeins eitt er vist: þetta er nýtt stig í
spillingu goðanna. Vizka sú, sem óðinn fær hjá Mími og
jötnafóstrunni, völunni, sem kvæðið kveður, verður honum
að tómum ótila. Bandalag við jötna hlýtur altaf að vera
spor í öfuga átt.
Vizkan gefur óðni kvíðann. Nú er hann orðinn Yggjungur
Ása. En hún reisir ekki rönd við örlögunum. Hún sér, en
ræður ekki. Þessi bölsýna skoðun á skynseminni kemur líka
fram í Hávamálum: »snotrs manns hjarta verðr sjaldan glatt
. . . örlög sín viti engi fyrir, þeim er sorgalausastr sefi«. Það
er nærri samhljóða orðum Prédikarans: »Þvi að mikilli
speki er samfara mikil gremja, og sá sem eykur þekking
sina, eykur kvöl sina«.
Óðinn sér ragnarök fyrir. Hann tekur að safna liði og
sendir valkyrjur að kjósa menn. En um leið eykur hann
spillingu heimsins, etur saman jöfrum, ber sakrúnar með
sifjungum, og er loks talinn valda »öllu bölvi«. Og þegar á
hólminn kemur, megna Einherjar ekkert móti ofureflinu.
Goðin binda úlfinn, Þór ber á tröllum, Æsir reyna að