Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 19
FERILL
<)
Selsk. Forhandlinger). Far hélt hann því fram, að fyrirmynd
Völuspár væri liinar svonefndu Sibylluspár, falsspár, settar
saman af Gyðingum fyrir Krists burð og síðar kristnum
mönnum, i því skyni að auka trúarbrögðum þeirra álit og
fylgi meðal heiðinna manna. Bang benti á- sitt af hverju,
sem álíkt er með Völuspá og þessum fornu ritum. En hann
gerði enga tilraun til þess að skýra, hvernig höfundur Völu-
spár (sem hann, eins og Guðbr. Vigfússon, áleit orta vestan
hafs) hefði komist í kynni við griskar bókmentir, og virti
ekki þann kost viðlils, að form og efni kvæðisins gæti verið
af norrænum rótum runnið. Er þó sjálísagt að fara þá skýr-
ingarleið svo langt sem fært er, ekki sizt þar sem Völuspá
er ekki eina spáin í Sæmundar-Eddu. Ritgerð Bangs vakti
mikla athygli og hlaut samkvæði margra mætra fræðimanna.
Hafa siðan ýmsir fetað í fótspor hans <) og rakið efni nor-
rænnar goðafræði til suðrænna og kristinna rita frá fornöld
og miðöldum, Kveður þar langmest að Sophus Bugge, eink-
um fyrra hindi ritsins: Studier over de nordiske Gude- og
Hellesagns Oprindelse (1881—89). Iíenningar Bugge hafa
mörgum þótt öfgakendar (þótt eigi skyrti hann fylgismenn,
einkum í tyrstu), og hafa nú iifað sitt fegursta. En samt er
jafnan mikið af ritum hans að læra, jalnvel fyrir þá, sem
eru honum ósamdóma i aðalatriðum. Og Bugge er hófsam-
ur í samanburði við þýzka goðfræðinginn E. H. _Mever. sem
gaf Völuspá út með skýringum 1889, og rakti alt efni henn-
ar til kristinna miðaldarita. í þeirri mildu bók (hún er 300
hls.) hef ég ekki fundið eina einustu athugasemd, sem mér
hefur þótt þess virði að geta hennar í skýringum minum.
Hún er frá upphafi til enda visindaleg tröllasaga eltir mann,
sem lærdómur hans hefur gert óðan.!)
Margir gerðust til þess að andmæla þessari rannsókna-
stefnu. Viktor Rj'dherg ritaði móti Bang, en Bugge varði, og
varð sú deila til þess að Rydberg samdi hið mikla verk:
1) Það er reyndar ekki uppgötvun 19. aldar manna, að efni nor-
rænna goðsagna sé að ýmsu leyti af kristnum rótum runnið. Finnur
Jónsson biskup (eða þeir Hannes feðgar) lieldur þvi sama fram i
Historia ecclesiastica Islandiæ I, 23—24, og eru sumar af athugasemd-
um hans enn í gildi.
2) Eg vil ekki eyða rúmi í að rekja skoðanir þeirra Bugge og Mey-
ers, enda er gerð grein fyrir þeim og mikiu af þessum deilum í
Timariti Bókmentafélagsins 1892 og 1893 i ritgerðum eftir Valtý Guð-
mundsson og Benedikt Gröndai.
2