Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 96
8G
VÖLUSPÁ
sýnir ekki annað en að ragnarök hefur verið orðin fösl
samsetning þegar Völuspá var ort, og merkingin hér um bil:
siðustu og mestu örlög, tortíming. Sigtívar — hergoð (smbr.
Arkiv IV, 34).
45. vísa.
Hér er lýsl siðferðisástandi heimsins um það bil sem
ragnarök hefjast. Minnir sú lýsing í sumum atriðum á dóms-
dagsspár N.-T., eins og siðar mun gerð nánari grein fyrir.
En reyndar er ekkert í henni, sem er annað en eðlilegar af-
leiðingar þess sem á undan er farið. Mannfélagið er að lið-
ast sundur, jafnvel helgustu ættarböndin eru slitin. Alt far
mannkynsins sýnir, hvað hlýzt af því að rjúfa orð og eiða:
fjandskapur, grimd og hvers konar siðleysi.
í visunni eru 12 vísuorð (14 í H, en það, sem hún bætir
við, getur ekki verið upprunalegt), og er hún sennilega sam-
steypa úr tveim vísum (smbr. Bugge, 390). Ekkert má missa
sig úr henni. Múllenhoíí vildi sleppa 9—10. vo.: vinclöld . . .
steypisk — vegna þess að siðspillingin ein, en ekki ill veðr-
átta, valdi tortímingunni. En í Völuspá verður ekki greint
svo milli siðalögmáls og náttúrulögmáls. Goðin réðu ári og
veðrum. Ef þau spiltust, var alt í veði. Þetta er einmilt
sjálf hugsjón kvæðisins: siðferðið er meginás tilverunnar.
Brœðr munu berjask. Finnur Jónsson setur þetta í sam-
band við bræðravig Eiriks blóðöxar, og tímasetur kvæðið
mjög eftir því. En bæði mæla önnur rök, og að því er mér
finst gildari, gegn þeirri timasetningu, enda er ekkert i þess-
ari visu, sem bendir sérstaklega á sonu Haralds hárfagra.
Bróðurvig hafa, alt frá dögum Ivains og Abels, verið álitin af-
burðaglæpur, svo að ekki varð lengra til jafnað um spillingu.
Og vilji maður finna slik dæmi á Norðurlöndum, má fyrir
utan Haraldssonu minna á Ynglingakonungana Alrek og Ei-
rik, Álf og Yngva (Yngl. s. k. 20-21). Þar varð einmilt, eins
og hér er sagt, hvor öðrum að bana,1) svo að lýsing Völu-
spár á enn betur við þá en Eirík blóðöx og bræður hans.
1) Þjóðólfur hefur sömu orðin í Ynglingatali:
Pás brœðr tveir
at bönum urðusk
óþurfendr
of afbrýði.