Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 146
136
VÖLUSPÁ
og andi, ilt og gott, tregða og líf. Þessi öíl eru í honum,
sálarlíf hans hefur kviknað milli þeirra, eins og neisti milli
tveggja skauta. En þau eru líka fyrir utan hann, meira en
hann: allur heimurinn er til orðinn fyrir baráttu þeirra og
samstarf.
Goðin eru komin af jötnum. Jötunseðlið er erfð þeirra,
áður en þau hrasa. En um leið eru þau meira en jötnar.
Hvað hefur lyft þeim, hvert stefna þau? Það verður ekki
fullyrt, að höfundur Völuspár hafi haft svar við þessari
spurningu í huga, þegar hann orti fyrsta hluta kvæðisins.
En hann svaraði henni áður en lauk, og kvæðið er þannig
til orðið, að liklegt er, að hann hafi skoðað endinn í upp-
hafi, séð alt í einni heildarsýn. Aðalatriði heimsskoðunar
hans eru þessi: tveir andslæðir heimar eru til; öðrum megin
heimur hins óskapaða efnis, sem jötnarnir standa næst og
eru fulltrúar fyrir; hinum megin ríki hins allsráðanda guðs.
Goð og menn eru á leið milli þessara tveggja heima. Frá
því sjónarmiði verður alt ósamræmi og öll barátta skiljan-
leg. Mark þessarar baráttu er að losna við áhrifin, sem
draga niður á við, en ná varanlegu sambandi við hinn
æðsta guð.
En þessi leið er löng. Hún verður ekki farin slysalaust,
né án þess að margir heltist úr lestinni. Jötnarnir sleppa
ekki ítökum sinum fyr en i fulla hnefana. Helja heimtar sitt.
Pó lýsir Völuspá fyrst gullaldri goðanna, lífinu á Iðavelli,
áhyggjulausu æskulífi og hvíld eftir örðugustu afrek sköpun-
arinnar. Þessi þáttur goðasögunnar er bezt einkendur með
hinum djúpsæju orðum: var þeim vetlergis vant ór gulli.
Þeir áttu nóg, o: létu sér nægja það sem þeir áttu En þessi
gullaldur ber ekki vott um annað en fyrstu gleðina yfir að
hafa vaxið upp yfir jötnana og komið skipulagi á heiminn.
Um fullkomnun er ekki að ræða. Nú hefst einmitt eld-
raunin, sem sker úr, hverjir eiga að stíga enn hærra og
hverjir að hrapa aftur. Jötnar sitja um tækifæri að freista
goðanna. Þau láta glepjast og spillast, ekki alt í einu, heldur
stig af stigi. Hér skal reynt að rekja þessi stig, gera skýrari
hina spaklegu hugsun, sem í kvæðinu er sett fram í myrk-
um líkingum.
Fyrsta stigið er óljósast. En það fer vafalaust næst anda
kvæðisins að álíta hinar þrjár þursa meyjar, sem gera enda-
sleppan gullaldur og ánægju Ása, fagrar og lævísar jötna-
meyjar, sendar til þess að kveikja ágirnd og ójöfnuð með