Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 83
30-32. v.
SKÝRINGAR
73
svo að það samrýmist því vel, að hann fremur hafi hugsað
sér starfsemi nornanna eins og sagt er i 20. v. Hér má því
skýra blátt áfram: eg sá Baldur deyja blóðugan, o: vápn-
bitinn. Síðan kemur frásögnin um atvikin að víginu, alveg
eins og í Ynglingatali: þar er fyrst sagt alment, að Eysteinn
hafi látist, siðan, að hann hafi verið brendur. Athugavert er,
að hér er einmitt ekkert tekið fram um það síðar, að Bald-
ur hafi fallið: aðeins, að Höður hafi skotið og Frigg grátið.
Það er af þvi, að þess hefur þegar verið getið.
tívurr, goð (smbr. véurr, 56. v.).
Baldri — tivur — Óðins barni, endurtekningin ber vott
um, hve mikla áherzlu skáldið leggur á þetta atriði i kvæð-
inu (smbr. 26. og 65. v.).
mislilleinn er lítil snikjujurt, sem vex á trjám. Á honum
hefur verið margskonar átrúnaður víða um lönd, og er hér
ekki kostur að gera grein fyrir þvi (sjá Neckel, Balder, 175
o. áfr.). Völlum hœri virðist geta bent til þess, að skáldið
hafi séð mistiltein og vitað, að hann óx ekki á jörðinni. Svo
hefur Bugge o. fl. skýrt (Studier I, 47, 415). En gegn þessu
mælir meiðr i næstu visu. í Baldrs draumum er mistilteinn-
inn kallaður liár hróðrbarmr (barmr = baðmr). Snorri kall-
ar hann viðarteinung, o: ungt tré. Af öllu þessu virðist mega
marka, að skáldið (og höfundur Baldrs dr.) hafi hugsað sér,
að mistilleinninn væri viðartegund, og völlum hœri þýðir þá
ekki annað en »hár í loftinu«, smbr. úr grasi vaxinn. Mistil-
teinninn vex í Noregi, en ekki á Islandi, og bendir þetla því
heldur til þess, að skáldið hali verið íslendingur (sjá Tímarit
1894, 101-102).
32. vísa.
mœr, visar auðsjáanlega til mjór (mær = mjór) i siðustu
visu. Bugge vildi áður rita mér (að því er mér [völunni|
sýndist), en féll síðan frá þvi (Studier I, 47).
harmflaug, skeyti sem veldur harmi.
í heimildunum kemur fram tvenns konar skilningur á
vigi Baldurs. Að Höður sé i raun réttri banamaður hans
(Saxo, Baldrs dr.), — að Loki valdi öllu, en Höður sé ekki
nema blint verkfæri. Það er nú auðsælt, að Völuspá telst til
siðara flokksins. Hegning Loka kemur næst á eftir visunum
um víg Baldurs. í orðunum »er mær sýndiz« er líka vafa-
laust fólgin sagan um vélráð Loka. Til eru sögur um óðin,
10