Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 18
8
VÖLUSPÁ
að Eddukvæðin hafa ekki verið algerlega fólginn fjársjóður
fyrir skáld 15. og 16. aldar.
Völuspá var fjrrst prentuð (ásamt Hávamálum) í Kaup-
mannahöfn 1665, með latneskri þýðingu eftir Stefán Ólafsson.
Næst var hún prentuð 1673, þá með þýðingu Guðmundar
Andréssonar. Síðan hefur kvæðið verið prentað nær 40 sinn-
um, i safni Eddukvæða og eitt sér, og þýtt á flest Norður-
álfumál, en engri tölu verður komið á rit þau, sem um það
fjalla eða geta þess að nokkru.1) Það væri elni mikilla
rannsókna, og fróðlegt að ýmsu leyti, að lýsa útgáfum þess-
um og þýðingum, sýna hvernig skilningur manna hefur
breyzt og batnað, og hver áhrif kvæðið hefur haft á bók-
mentir síðari alda. En hér er ekki rúm til slíks, enda
myndi þetta verða brot úr mentasögu 17.—20. aldar, fremur
en rannsókn Völuspár. Niðurstaða mín af athugun eldri rita
er sú, að sá, sem leítar ekki annars en skilnings á kvæðinu
sjálfu, geti vel gengið fram hjá öllum útgáfum og skýringum,
sem eldri eru en útgáfa Bugge frá 1867. Það sem gott er og
gilt í þessum eldri rilum hefur verið margendurtekið síðan.
En furðu mikið er orðið algerlega úrelt lyrir nýrri rann-
sóknum, og þarf ekkert tillit að taka til þess.2)
í skýringum þeim, sem hér fara á eftir, hef ég fært mér í
nyt rannsóknir síðustu 50 ára, og er þar greint frá helztu
niðurstöðum um einstök atriði. En til þess að auðveldara
sé að átta sig á þeim skýringum, skal hér drepið á nokkra
helztu áfanga í rannsóknunum, og þau deiluatriði, er skift
hafa skýrendum i ílokka.
Utgáfa Soplius Bugge af Sæmundar-Eddu (Norræn forn-
kvæði, 1867) er enn í dag bezta úlgáfa þeirra kvæða. Þar er
sérstök alúð lögð við Völuspá, sem er prentuð slafrétt
bæði eftir K og H, og auk þess lagfærður samsteyputexti.
Nú var á traustum grundvelli að byggja fyrir skýrendur.
Það var þó ekki fyr en 1879, sem verulegur skriður kom á
rannsókn kvæðisins. Þá gaf A. C. Bang út ritgerð sína:
Völuspaa og de Sibyllinske Orákler (Christiania Vidensk.
1) Sjá ra. a. Halldór Hermannsson, Bibliography of the Eddas (Is-
landica XIII), 1920.
2) Með pessu er sizt af öllu gert lítið úr pvi, sein aðrir eins menn
og Rask, Finnur Magnússon, Hallgrimur Scheving, Sveinbjörn Egilsson,
Munch, Svend Grundtvig o. ft. hafa gert til þess að skýra Völuspá
og önnur Eddukvæði.