Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 139
SKÁLDIÐ
129
kýs Mikjál sér fyrir fylgjuengil. Sennilegt er líka, að ólafur
konungur bafi fyrstur látið drekka Mikjálsminni i Noregi
(Um dýrkun Mikjáls sjá m. a. ritgerð Fr. Paasche, Edda I,
33 o. áfr.).
Nú hefur eftir föngum verið gerð grein fyrir, hvar og hve-
nær kvæðið er ort, umhverfi og aðstæðum skáldsins. Næsta
stigið er að hlera eftir einkennum mannsins í kvæðinu og
reyna að gera sér nokkru ljósara, hvernig það er til orðið.
II.
Höfundur Völuspár hefur verið einn af vitrustu mönnum
samtíðar sinnar, og hefur notið þeirrar mentunar, sem ís-
lendingur á 10. öld átti kost á. Það er allerfitt fyrir niðja
20. aldar að hugsa sér slikan mann: með fáskrúðugri þekk-
ingu en nokkurt fermingarbarn nú á dögum, en um leið
með skýrari skynsemi og spakari hugsun en ílestir menta-
menn vorra tíma, sem sérhæfingin hefur gert þröngsýna og
fjölbreytni og iðukast nútíðarlífsins reikula og hvarflandi í
hugsun. En ef vér hugsum til elztu spekinga Grikkja, eða
spakasta fólksins í sveitum á íslandi, getur það stytt fjar-
lægðina nokkuð. Alvarleg ihugun dýpstu raka tilverunnar,
sem helzt sífelt i hendur við baráttu fyrir lífinu, samræður
við aðra vitra menn, sem leita hins sama, ferðalög og sam-
neyti við fjölmenni, sem skiftist á við mikla einveru og ein-
angrun — alt þetta slagar drjúgt upp í skóla og bækur lil
sannrar mentunar. Það má óhætt gera ráð fyrir því um
höfund Völuspár, að hann hafi oft farið til alþingis og heim-
boða til vina sinna, jafnvel í aðra landsfjórðunga. Líka er
sennilegt, að hann hafi farið utan einu sinni eða oftar.
Kvæðið ber vott um, að hann hefur kunnað að athuga nátt-
úruna, og efalaust hefur hann fært sér samneyti annara
spakra manna i nyt tii þess að tala við þá um alvarleg efni.
— Ekki getur heldur vafi leikið á, að lífsreynsla hans hefur
verið niikil og erfið. Sá maður, sem gerir tortimingu og eld-
skírn ragnaraka að fagnaðarboðskap, hefur einhverntima
ratað í þær raunir, að honum fanst öll tilveran einskis virði.
Enginn getur með neinni vissu gizkað á, hverjar þær raunir
hafi verið. En þess er varla fjarri til getið, að hann hafi mist
son sinn líkt og Egill, og þurft að heyja svipað stríð til þess
að sættast við tilveruna. Hvergi er slík viðkvæmni í Völuspá
17