Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 22
12
VÖLUSPÁ
íþrótt. Hún fæst einkanlega við hið torskilda. En hið tor-
skilda er oft og einatt sizt íhugunar virði. Meun rita langt
mál um íviði og loptvœgi Ijóðpundara. En þegar kemur að
þeim vísum Völuspár og Sonatorreks, sem auðugastar eru
að fegurð og andlegu efni, eru þær ekki taldar »þurfa skýr-
inga við«. Það er því skiljanlegt, að norræn fræði liafi
dregið að sér helzti fáa afburðamenn, en það hefur aftur
gert þau lítilsigldari en vera þurfti. Einkum var það mikið
mein að eiga ekki um miðja 19. öld menn, sem gátu blásið
meira af lífsanda rómantiska skólans i hiuar nýju vísinda-
aðferðir, menn á borð við Renan og Gaston Paris, sem áttu
kvöldbjarmann af rómantíkinni yfir æsku sinni, en dagsbirlu
raunvísindanna yfir þroskaaldri. Þeir menn, sem áttu þetta
tvent, hafa ef til vill verið mestir ritskýrendur. Því til þess
þarf ekki einungis gáfur og lærdóm, heldur ást á efninu og
virðingu fyrir þvi. Annars er hætt við, að fornrit verði ekki
annað en bitbein og skotspænir fyrir skarpskygni eða skarp-
vitra heimsku skýrandans. Samt verður ekki fram hjá
þessum skýringum gengið, og vafasamt hvort þær lökustu
væri betur ógerðar. Jafnvel þar sem þær komast út i verstar
ógöngur, geta þær varað aðra við sömu villustigum. Og Völu-
spá t. d. gerir ekkert til, þótt ritskýrendur beri járu á hana,
nagi hold alt af beinum og verði feitir af. Hún rís upp aftur
heil að morgni, eins og Sæhrimnir Einherja og hafrar Þórs.
Skýringar úreldast. Handritin standa.
Hitt er lakara: að þessar skýringar ná svo skamt, af því
að þeim er sett of lágt takmark. Eins og rómantiska forn-
fræðin vildi reisa háa turna á tómum sandi, hafa visindi
efnishyggjunnar lagt alla alúðina við að grafa fyrir og
slyrkja undirstöðu, sem ekkert hefur verið bygt ofan á. Til
hvers er allri þessari orku eytt í að skýra Völuspá? Ekki
vegna þeirra fáu orða, sem hvergi koma fyrir nema þar.
Ekki til þess að koma henni aftur í sína upprunalegu mynd,
þvi það er bæði óvinnandi vegur i sjálfu sér, enda getur
ekki verið nema áfangi á leiðinni. Ekki lil þess að vita,
hvar og hvenær hún er ort, því að það eru heldur ekki
nema spor í áttina til skilnings. Flestir skýrendur myndi
svara, að gildi kvæðisins væri sögulegt: það sýndi merkilegt
stig í bókmentum, menningu og lífsskoðun. Þetta er líka
vafalaust mikið atriði. En sumir þessara manna myndi
missa allan áhuga á kvæðinu, ef þeir teldi það af kristnum
rótum runnið. Þeir myndi ekki hirða um þá reynslu, sem