Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 114
Í04 VÖLUSPÁ
Fimbultýr, Óðinn. Smbr. Hávam. 142. v.:
Rúnar munt þú finna
er fáði fimbulþulr
ok görðu ginnregin
ok reist Hroptr rögna.
Smbr. Hropts sigtoptir, 62. v. Bugge ræður af þessu (Studier
I, 389), að Völuspá sé yngri en Rúnatal Hávamála, og er
það sennilegt.
61. vísa.
eptir — aftur.
gullnar iöflur, smbr. 8. v. Þetta sýnir, að friðsæla goðanna
hefst aftur.
62. vísa.
böls man alls batna, nú mun bætt verða fyrir alt, sem
þolað hefur verið fyrir sakleysi, og ekkert böl verða framar
í heiminum. Endurkoma Baldurs (og Haðar) er dæmi hins
fyrra og trygging hins siðara.
Hropts sigtoptir, tóftir Valhallar; þar búa hin endurkomnu
goð, þ. e. a. s. reisa hallir sínar á fornum rústum.
vel valtívar; hér er það ekki orðið vallivar um Baldur og
Höð, sem athugaverðast er (smbr. skýringar við 59. v.),
heldur orðið vel, sem er alveg út i bláinn. Pappírshandrit
hafa vé valtlva, og þótt það sé ekki annað en tilgáta 17.
aldar manna, gelur það verið rétt. Smbr. Vfþrm. 51. v.:
Víðarr ok Váli
byggja vé goða,
pá er sloknar Surtalogi . . .
Vé valtíva = tóftir hinna fornu bústaða goðanna (yfirleitt,
ekki aðeins tóftir Valhallar). Smbr. Hofforj', Eddastudien
27—28; á gagnstæðri skoðun er Niedner, Ragnarök 240.
63. vísa.
Þessi visa er mjög myrlc og mætti vel. missa sig úr kvæð-
inu, þótt ekki verði sannað með neinum gildum rökum, að
hún sé síðari viðbót. Byrjunin: Pá kná, sem gæti verið fyrir-