Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 72
(52
VÖLUSPÁ
inu. Loki réð því, að honum var leyft að hafa hest sinn
Svaðilfara í verki með sér. Nú sækist skjótt smíðin, og er, 3
dagar voru til sumars, var komið mjög að borghliði. »£*á
settusk goðin á dómstóla sína ok leituðu ráða ok spurði
hverr annan, hverr þvi hefði ráðit at gipta Fi'eyju i Jötun-
heima, eða spilla loptinu ok himninum svá, at taka þaðan
sól ok tungl ok gefa jötnum«. Loka er um kenl, og sver
hann að véla smiðinn af kaupinu. Hann bi’egst í merarlíki
og ginnir hestinn frá smiðnum, en smiðurinn íærist i jötun-
móð. En er Æsir sáu, að þar var bergrisi kominn, var eigi
eiðunum þyrmt, og kölluðu þeir á Þór, en hann baiði smið-
inn í hel.
Enginn vafx er á þvi, að Snorra hefur sést hér yfir sam-
band þessarar sögu við söguna urn Vanástjrrjöldina (sem
stendur reyndar ekki í Gylfaginningu). Æsir þurfa að láta
gera borg, ekki af því að þeir væri frumbýlingar, heldur af
því að Vanir höfðu brotið skíðgarð þeii'ra. Var því eðlilegra,
að þeir vildi mikið til vinna að fá ti’austan gaið í staðinn.
Endir sögunnar er óeðlilegur hjá Snorra, tvennum skilningi
viðburðanna steypt saman í eitt, og skal nú skýra það.
Víða um lönd kemur fram í ýmsum myndum æfintýrið
um smið (jötun eða djöfulinn), sem tekur að sér að í'eisa
kirkju eða annað stórhýsi, og verður af kaupinu fyrir ein-
hver bi’ögð. Flestir kannast við söguna um Finn jölun, sem
reisti dómkirkjuna i Lundi. í islenzkri mynd er þessi saga i
Þjóðsögum Jóns Árnasonar I, 58, Kirkjusmiðui’inn á Reyni.1)
Svo hefur hin upprunalega goðsaga verið vaxin. Loki hefur
vélað hestinn frá smiðnum, og með þvi firt goðin þeim
vandræðum, sem hann sjálfur hafði komið þeim i. En smið-
urinn hefur lagt höfuð sitt að veði, að smíðinni skyldi lokið
i tæka tið, og verður nú að gjalda Þór þá skuld. — Höf-
undur Völuspár gelur ekki sætt sig við söguna í þessai’i
mynd. Goðin hafa vélað smiðinn, hann er veginn ómakleg-
ui’. 1 kvteðinu verða eiðrofin aðalatriðið, úri-æðis Loka er
að engu getið. Snoiri kann bæði alþýðlegu goðsöguna og
1) Um sögu pessa alment sjá Bugge, Studier 257 o. áfr,, Golther 166,
v. der Leyen, Das Míirchen in den Göttersagen der Edda, 38—39. Bugge
álítur söguna, eins og hún er i Vötuspá, hafa orðið fyrir áhrifum af
grískri goðsögu, en pað er bæði ótrúlegt og parflaust. Hann skýrir
»lopt alt lævi hlandit« svo, að hpr sé átt við lgndfarsólt, sem goðun-
um hafi verið send.