Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 82
72 VÖLUSPÁ
óðni að engu liði. Þeirra er varla eða ekki getið í Völuspá.
En meðan óðinn hefur hugann við þessi ónýtu bjargráð,
skera goðin upp fyrsta ávöxt eiðrofa sinna, fyrir launráð
Loka: Baldur er veginn.
Valkyrjunöfnin eru hin algengustu. Skuld, smbr. orð
Skarpheðins: þá skuld eigu allir at gjalda. Sjá 20. v. Skögul,
smbr. skaga, skögultönn: sú, sem ber hátt á hesti. Geirskögul:
með gnæfandi spjót. Göndul, með staf (gand).
Niðurlag þessarar vísu: Nú eru ialdar o. s. frv. er auð-
sjáanlega viðbót i nafnaþulu stil; görvar að riða, tekið úr
upprunalegu visunni, stendur þar í góðu sambandi, en illu
hér. En valkyrjuheitin sjálf eru ekki nein þula, og eiga hér
fullvel heima.
31. vísa.
blóðgum. Mxillenhoff skj'rði: blauðguni (o: mildum, óher-
skáum), en blauðr var svívirðingarorð og nær engri átt að
láta það koma nærri Baldri. Bugge (389) og síðan E. A.
Kock (Arkiv XXXVIII, 269 o. áfr.) setja orðið í samband við
engils. blœd (sem m. a. þýðir: frægð, dýrð): bláðigr = ágæt-
ur, dýrðlegur. DH, Finnur Jónsson o. íl. álita, að hér sé um
prolepsis að ræða, o: orðið lýsi, hvernig Baldur verði eftir
að hann er veginn. Á svipaðan hátt vaknar Jörmunrekkr
með dreyrfáar (blóði drifnai) dróttir (Ragnarsdiápa Braga,
3. v.), þó að hirðin verði ekki blóði drifin fyr en smám
saman (í bardaganum). Þótt varla tjái (eins og E. A. Kock
gerir) að neita þvi, að svo megi að orði kornast, er það
engu að síður óviðkunnanlegt. En alt fellur í ljúfa löð, ef
örlög folgin a) er rétt skilið. Til samanburðar verður að taka
Ynglingatal, 23. v.: Veitk enda lokins lífs Eysteins folginn á
Lófundi = Eysteinn lauk lifi sinu á Lófundi. Fela enda er
enn hversdagsmál á íslandi, en rneðan lífið var skoðað sem
þráður, er nornir spunnu, gat það fengið þessa dýpri
merkingu.
Fela örlög er stytt fyrir: fela enda örlaga(þráðar), o: svipta
lífi. Höfundur Völuspár hefur ekki búið þetta oi'ðatiltæki til,
1) venjutega skýrt: ákveðin, átt í vændum. Alt öðruvísi skýrir Kauff-
mann (Balder, 21), en skýringar hans á þessari vísu og þeirri næstu
eru of fráleitar til þess að deila á þær (smbr. Heusler í D. I.. Z.
1903, 490).