Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 55
6-8. v.
SKÝRINGAR
45
(Studier I, 417). En hann hefur þó fyrstur séð, að natnið
muni hafa verið sett í samband við stofninn ið (smbr. latn.
iterum, aftur) sem kemur fram í iðjagrœnn (sjá 59. v., smbr.
Bugge 391) og iða (sveipur i vatni, sem sifelt endurnýjast,
sama vatnið virðist koma aftur og aftur). En nánari skýr-
ingu hans: völlurinn, þar sem goðin finnast aftur i endur-
fæddum heimi — get ég ekki fallist á. Menn hafa þó hugsað
sér, að nafnið væri til orðið í öndverða bygð goðanna, og
þá gátu þau ekki miðað það við ragnarök, og það sem þar
færi á eftir. Því er tækilegra að skýra: völlurinn, sem vex
hvert ár ósáinn (smbr. 62. v., Finnur Jónsson, Völuspá 43 —
44), eða blátt áfram: iðgrænn, sigrænn völlur.
hörgr. Snorri segir það berum orðum (Gylfaginning k. 13),
að hörgr hafi verið salur gyðjanna; i Hyndluljóðum 10 er
hof (eða blótstallur?) Freyju kallað hörgr. Hilt er vafasamt,
að orðið geti haft þessa merkingu í Grimnismálum 16, þar
sem sagt er, að Njörður ráði »hátimbruðum hörgi«. Þvi þó
að Njörður sé upprunalega gyðja (= Nerthus hjá Tacitus),
þá hefur höfundi Grímnismála varla verið það Ijóst. Víða
virðist »hof og hörgar« standa saman í sömu merkingu (um
Njörð: hofum ok hörgum hann ræðr hundmörgum, Vfþrm.
38), og er það svo sennilega hér (Um hörga, sjá ritgerðir
Finns Jónssonar í Festschrift fiir Weinhold 13 o. áfr., Aarb.
1909, 245 o. áfr.). — Hafi hörgar venjulega verið úr grjóti
(smbr. staðinn í Hyndluljóðum og Flat. I, 285: brenna hof,
en brjóta hörga [gæti verið gamalt mál, og eldra en Rek-
stefja, sem vísað er tilj), þá á hátimbruðu hér í raun og
veru ekki nema við hof, en það bendir aftur til þess, að sá,
sem orti Grimnismál 16, hafi haft þessa vísu i huga.
auð smíðuðu; hér er átt við alls konar gripi úr gulli, men,
hringa, bauga, sem voru ekki einungis skrautgripir, heldur
komu í myntar stað (smbr. heiti eins og: baugbroti,
auðbrjótr).
8. vísa.
Tefta er myndað af gömlu tökuorði latnesku: tafla = ta-
bula. Smbr. 61. v. Hér er líklega átt við hið forna hneflafl,
sem er lítt kunnugt, nema af tveim gátum Heiðreks. Var
töílunum skift í tvo flokka mislita, og vörðu aðrar hnefann,
en aðrar sóttu. Auk þess var hafður húnn (teningur) við
taflið.