Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 129
SKÁLDIÐ
íltí
fyrir vetri, en ekki heimsbruna). í Völuspá eru allar hinar
sundurleitu hugmyndir um heimsendi steyptar saman i heild,
sem er sjálfri sér samkvæm.
Lík þessu mundi verða niðurstaða af samanburði Völu-
spár við önnur goðakvæði Sæmundar-Eddu, að svo miklu
leyti sem honum yrði við komið. Þau hafa lítið af tign
hennar og guðmóði. Svipurinn er allur annar. Er nóg að
minna rétt á nafnaþulur Grímnismála, orðatal Alvíssmála,
hótanirnar i Skírnismálum, kimnina í Þrymskviðu, háðið í
Hárbarðsljóðum, niðið í Lokasennu. I Þrymskviðu situr
jötuninn á haugi og rakar af hrossum og sýslar við hunda
sina. í Völuspá situr hann á haugi og — slær hörpu! Jötn-
arnir í Völuspá: Hrymur með lindiskjöldinn, Surtur með hið
bjarta sverð, eru glæsimenni í samanburði við jötna þjóð-
trúarinnar.
Miklu meiri skyldleikur er með Völuspá og hetjukvæðum
Eddu. í hinum beztu þeirra kemur fram hið sama skáld-
lega flug, svo að hver myndin fæðir af sér aðra:
Svá bar Helgi
af hildingum
sem itrskapaör
askr af þyrni,
eöa sá dýrkalfr
döggu slunginn,
er öfri ferr
öllum dýrum,
ok horn glóa
við himin sjalfan.
I hetjukvæðunum, sem að nokkru leyti eru suðræn að efni,
speglast önnur menning og fágaðri (hörpusláttur o. fl.) en í
goðakvæðunum yfirleitt. Lífsskoðun þeirra er náskyld lífs-
skoðun Völuspár: máttur og óheillaáhrif gullsins, illar afleið-
ingar töfra, sifjaslita og eiðrofa, að deyja saklaus, eins og Sig-
urður, er leið til mestu manndýrðar. Verður drepið á þetta
alt síðar.
Sé Eddukvæðunum skift í tvo flokka, eftir menningu þeirri
og smekk, sem speglast í þeim, lendir Völuspá vafalaust í
yngra flokknum.1) í samræmi við það er, að ýmsir könnuðir
hafa þózt finna þar áhrif frá eldri kvæðum: Bugge frá Háva-
málum (Studier I, 389, smbr. skýringar við 60. v.), Neckel
frá Sigurðarkviðu enni meiri (Beitráge 347—48). Ennfremur
má minna á sambandið við Rígsþulu (smbr. skýringar við
1. v.). Alt bendir þetta til, að Völuspá sé ekki miklu eldri
en frá aldamótunum 1000.
1) Merkasfa tilraun til slíkrar tvískiftingar er í riti Miss B. S. Phill-
potts: The Elder Edda and Ancient Scandinavian Drama, 1920,