Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 77

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 77
26-27. v. SKÝRINGAR 67 koma sunnan og austan (smbr. frásögn Snorra o. fl. um komu Asa til Norðurlanda) með nýjum og herskáum þjóð- llokki. í fullu samræmi við þetta er það, að Æsir komi með ófriðinn, en síðan verði úr friður og bandalag. Höckert (Völuspá ocli Vanakriget, Festskrift tillágnad Vitalis Nor- ström, 293—309) álílur nú þessa styrjöld Ása og Vana, þessa siðabaráttu, aðalefni Völuspár. Æsir og Vanir sættist alls ekki, og friður komist ekki á fyr en Ásum sé útrýmt, og Vanir, gömlu heimaguðirnir, aftur orðnir einir um hituna. Þó að einstakar góðar athuganir sé í þessari ritgerð, er hún á hinn bóginn svo full af órökstuddum getgátum og röngum skýr- ingum einstakra orða og visna, að ég sé mér ekki fært að fara út í að hrekja hana. Minningin um baráttu Ása og Vana hefur auðsjáanlega verið höfundi Völuspár enn óljós- ari en hún er oss. Hann hefur skilið hana frá sinu siðferði- lega sjónarmiði, notað hana sem eitt spor í sögu goðanna, en heldur ekki meira. 27. vísa. hljóð. Venjulega er þetta skilið svo, að átt sé við horn Heimdallar, Gjallarhorn (smbr. Gylfaginning, k. 14). Hljóð = þytur hornsins, síðan hornið sjálft, áhrifin sett í stað valdanda, eins og hiti = eldur í 57. v. Þetta er hugsanlegt, en ekki eðlilegt (hví setti skáldið ekki horn í staðinn fyrir hljóð, sem að öllu leyti hefði farið jafn vel?), enda er margt við þessa skýringu að athuga. Hvað merkir folgit? Annað- hvort kemur Heimdallur horninu fyrir til geymslu, það er varúðar-ráðstöfun goðanna, — eða hann selur Mími það að veði, eins og Óðinn auga sitt. Hið fyrra er alveg ótæki- legt, þótt margir skýrendur hallist að því. 1) Heimdallur, liinn sívakandi vörður goðanna, gat engum trúað fyrir horn- ina jafnvel og sjálfum sér, enda var það honum ónýtt, væri það ekki þegar tiltækt, ef háska bæri að höndum. 2) Völvan er hér ekki að segja frá bjargráðum goðanna, heldur ægilegustu leyndardómum þeirra, hvernig þeir hafi gert bandalag við jötna í .þeirri fánýtu von að forðast örlög sin. Á þetta bendir hið stórkandi stef. Hún getur ekki einu sinni um, að Óðinn hafi fengið nein iðgjöld fyrir auga sitt. 3) Það er líka ósamkvæmni að skýra jolgit hér alt öðruvísi en sama orðið (falt) i næstu vísu. — Folgit verður þá að skýra: selt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.