Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 92
82
VÖLUSPÁ
rgðr ragna sjöt (= bústaðir goðanna, himinn) rauðutn
dregra: úlfurinn spýr blóðinu svo að loftið verður dreyrrautt
(Finnur Jónsson), smbr. »stökkvir blóði himin ok lopt öll«
(Gylfag. k. 11).
svört verða sólskin (þessi texti H virðist betri, þótt reynd-
ar ekkert sé athugavert við texta K). Þetta er jafnan skýrt
svo, að sólin týni skini sinu (Snorri), hverfi algerlega. En
undarlega væri það að orði komist. Sjálfur þykist ég aldrei
hafa skilið þessa lýsingu fyr en ég sá öskufall í’heiðu veðri
haustið 1918. Þá skein sólin, en hún var dökk og alt skin
hennar. Svo áhrifamikill sem almyrkvi á sólu er (eins og
þjóðtrú og þjóðsögur bera vott um), var þetta þó miklu
ömurlegra og ægilegra.
Skýrendur greinir á um, hverju sé verið að lýsa í þessari
vísu. Múllenhoff áleit það vera ýmsa fyrirboða ragnaraka,
sólmyrkva og roða á himni, sem jafnan þætti boða mikil
tiðindi og ill. Finnur Jónsson telur þetta í raun réttri lýsingu
fimbulvetrar, sem Vatþrúðnismál segja frá og Snorri lýsir
nánar. Svört sólskin um sumur sé sama sem engin sumur
(Völuspá 29). Aftur á móti álítur Olrik (Ragnarok I, 272)
fyrra helminginn vera lýsingu á tortímingu sólarinnar í
ragnarökum sjálfum, en síðara blutann lýsingu aldarfarsins
rétt á undan ragnarökum (veðr válynd, smbr. vindöld í 45.
v.). Ég er hér í aðalatriðinu samdóma Múllenhoff. Hugsunin
! í visunni virðist vera: þegar sólarúlfurinn er orðinn svo
magnaður, að hann rýður himin blóði, þegar eldgos og
hvei's konar óáran dynja yfir jörðina — þá eru ragnarök í
nánd. Engum myndi detta i hug neinn fimbulvetur af lýs-
ingu Völuspár, ef hans væri ekki getið i öðrum heimildum,
og álít ég ekki rétt að auka þeirri hugmynd inn í kvæðið,
enda ber enga nauðsyn til þess. Og þó að Völuspá lýsi
stundum ekki i strangri tímaröð, þá væri það eins dæmi, að
svo langt væri frá henni vikið sem Olrik gerir ráð fyrir.
»0f sumur eplir«, o: eftir að úlfurinn hefur roðið himin
blóði. En eftir að úlfurinn hefur gleypt sólina koma alls
engin sumur, fyr en nýr heimur ris úr rústunum.
42. vísa.
Um Eggþé eða Egði hefur Múllenhoff rilað langt mál í
sk^'ringum sinum, en fátt eða ekki verður sagt um hann né
hanana i næstu visu, sem varpi verulegu Ijósi á þá. Eggþér