Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 101
47—48. v.
SKÝRINGAR
91
47. Skelfr Yggdrasils
askr standandi,
ymr et aldna tré,
en jötunn losnar;
mælir Óðinn
við Mims höfuð,
áðr Surtar hann
sefi of gleypir.
Ávitiningurinn sýnist talsverður í siðari vísunni, enda hefur
jafngætinn skýrandi og Gering lekið þessa lagfæringu upp i
Eddu-úfgáfu sina. En i heild sinni er hún ekki til bóta. Það
á vel við, að óðinn fari á fund Mímis undir eins og Heim-
dallur blæs, og hræðsla Heljar sinna er eðlilegri sem afleið-
ing af þvi að heimur skelfur, en þótt Heimdallur þejdi
hornið (Niedner, Ragnarök 246). Auk þess gerir líklega höf-
undur Völuspár alls ekki ráð fyrir því, að úlfurinn gleypi
Óðin (sjá skýringar við 53. v.).
Þá er loks að flýja til hinnar gömlu skýringar Finns
Magnússonar, sem Olrik, B. M. Ólsen o. fl. hafa tekið gilda,
að Surtar sefi (= frændi) sé eldurinn. Logi var jötunn,
Þjóðólfur hvinverski kennir eldinn: Sonr Fornjóts, Sœvar
niðr (= ættingi Ægis), og lýsir bruna svo, að eldurinn
svelgi, o: gleypi (Arkiv XXX, 138—39). En hvern gleypir
eldurinn? Eftir orðum vísunnar óbreyttum getur það ekki
verið annar en askurinn, og auðvitað verður að hugsa sér,
að hann brenni síðar í Surtaloga (áðr bendir til þessa skiln-
ings, en ekki til þess, að askurinn sé þegar tekinn að brenna).
Eða væri réltara að breyta þann i þá (á þann og þa er ekki
afarmikill munur i hdr.): Heljar sinnar hrolla við tilhugsun-
ina um að Hel og riki hennar farist í eldinum(?).
48. vísa.
Þessi vísa stendur á eftir 51. vísu í K, en á þessum stað í
H og Sn-E, og þvi hefur Bugge farið eftir, enda er það
vafalaust réttara. Það er óhugsandi, að Æsir sé á þingi eftir
að óvinir þeirra eru komnir á vettvang (50—51. v.); út í
bláinn að spyrja: hvat er með ásum?, eftir að óvinunum hefur
verið lýst; ófært að slita visuna um Surt frá vísunum um
hina óvini goðanna. Andmæli Niedners gegn þvi að llytja
vísuna eru meir af kappi en forsjá, hann reynir m. a. að
gera lítið úr Surti meðal óvina goðanna (Ragnarök, 269—73).
Finnur Jónsson (Arkiv IV, 34—35) álítur visuna siðari
manna íauka, en því verður bezt andmælt með þvi að
skýra hana.