Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 29
UMGERÐ OG UPPISTAÐA 19
hvor vísan aðra, og verður alt skiljanlegt, ef umgerðin er
rétt skýrð.
1 2. visu gerir völvan nokkra grein fyrir sjálfri sér. Hún
hefur þegar sagt, að hún kvæði fyrir áskorun Óðins, nú
segir hún frá þekkingu sinni, hvaðan henni haíi komið hún
og hve víðtæk hún sé. Petta þykir henni nóg til þess að
vekja traust á sér i bráðina. Hún tekur nú til frásagnar
sinnar og heldur henni óslitið áfram til 16. v. (lagfærða text-
ans: Pórr eiim þar vá). Þá lýsir hún i þrem vísum askin-
um, nornunum o. fl. Síðan koma tvær visur, sem eru hluti
umgerðarinnar, þótt þær standi i miðju kvæði: 28—29 v.
í þessum vísum segir völvan frá þvi, að hún hafi einu
sinni setið úti. Hafi þá Óðinn komið til sin, þau skifzt orð-
um á, og hún getað sagt honum þá leyndardóma, að hann
fékk traust á spávísi liennar. Hann gefur henni góðar gjafir,
og úr þessu verður eins konar bandalag milli þeirra. En
hún ftytur ekki spána i það sinn, heldur löngu siðar.
Hversvegna segir völvan frá viðskiftum sinum við Óðin
á þessum stað i kvæðinu, en ekki i upphafi? Einmitt af þvi
að umgerðin er i Völuspá lifandi þáttur kvæðisins. Efnis-
skipunin er lik og í mörgum skáldritum síðari tima, bæði
sögum og leikritum: íyrst er persónan leidd fyrirvaralaust
fram á sjónarsviðið, látin sýna sig, vekja athygli og forvitni
lesandans. Þá kemur frásaga um þá atburði, sem fyr hafa
gerzt. Sú frásaga skýrir það, sem á undan er farið, en
það gefur henni líf og svip. En hér er auk þess meira í
efni. Ef sagt hefði verið frá samtali Óðins og völunnar í
öndverðu kVæði, hefði það verið óskýrt og ekki undirbúið.
Nú er komið yfirlit yfir sögu heims og goða fram að
þeim tíma sem óðinn hittir völuna. óðinn er kominn á það
stig, að hann leitar meira fróðleiks og visdóms, hvar sem
hann er að fá og hvað sem hann kostar. Alt kvæðið fram
að þessu er frá vissu sjónarmiði ekki annað en inngangur
að lýsingu þessa móts.
í þessum visum er völvan bæði sú sem segir frá og sagt
er frá. Hún talar um sjálfa sig i þriðju persónu, eins og oft
er gert i fornum kvæðum, - jafnvel þar sem minni ástæða er
til en hér (ýmis dæmi hjá DH; ég get nefnt Lokasennu 52,
Atlamál 33, Hyndluljóð 4). Ég skal auðvitað ekki bera á
móti þvi, að þetta hafi getað valdið einhverjum ruglingi, svo
að sumsstaðar kunni í handritunum að standa hon þar sem