Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 95
42—44. v.
SKÝRINGAR
85
sundur, að fyrst sé talað um einhvern gellandi hund, svo
um Fenri, sem losnar, — en liitt þó enn verra, að freki sé
hundurinn. Freki er hér það sama og í 51. v.: Fenrir. Hann
er í Völuspá nefndur ýmsum nöfnum: ulfr, valdýr, mögr
Hveðrungs, freki. Garmr er ekki einungis hundur, heldur
líka vargur: Mánagarmr. Óðinn hefur úlfa tvo fyrir hunda,
og hundarnir í Fjölsvinnsmálum bera úlfaheiti: Gifr og Geri
(Olrik). Hér er mjótt á milli. Að visu er það rétt athugað
af Boer (Kritik, 329), að úlfar þjóta, en gej’ja ekki. En ein-
mitt myndin af Fenri bundnum fyrir hellisdjTum hefur
kallað mynd af varðhundi fram í huga skáldsins, og ráðið
heitinu garmr og sögninni geyja (hljóð úlfa og hunda eru
svo lík sem þeir éru frændur til). Að eins með því móti að
svo sé skilið nýtur stefið sín. Ulfurinn æsist og togar í festina:
Muu óbundinn
á ýta sjöt
Fenrisulfr fara (Hákonarrnál 20. v ).
l3á eru ragnarök.
Ghipahellir, smbr. Gnipalundr. Um staðinn, þar sem úlfur-
inn er bundinn, eru annars engar heimildir í kvæðum, en
Snorri segir gjörla frá fjötrun úlfsins eftir ókunnum heim-
ildum og líklega ekki allgömlum (Gylfag. k. 33).
festr; skáldið hefur varla haft söguna um Gleipni í huga,
þegar hann valdi þetta orð, og gæti það bent til, að hann
hefði í fleiri atriðum haft aðrar sögur af úlfinum en Snorri.
veil hon — sé ek. Sjálfsagl ekki upprunalegt. Hér má
breyta á hvorn veg sem vill (ek í hon, eða hon í ek) svo
að samkvæmni fáist. En ekki get ég verið Heusler sammála
um, að þessi staður sýni ljóslega, að fornöfnin hafi ekki
verið í frumtextanum (Der dialog, 242). Beim, sem fóru með
kvæðið, var alveg eins trúandi til að koma ruglingi á upp-
runaleg fornöfn, eins og að vera sjálfum sér sundurþykkir,
ef þeir hefði bælt þeim inn i.
ragna rök, örlög goðanna; afbakaðist i ragnarökkr (svo í
Gylfaginningu), og liefur sá skilningur lengi haldist (Götter-
dámmerung).
ragna rök . . . sigtiva, hér eru goðin nefnd tvisvar, en það
172). En pó að goðafræðingar segi, að Gnipahellir sé port Heljar, og
Garmur varðliundur hennar, sama og blóðugi hvolpurinn í Baldrs dr.,
pá er það alt gripið úr. lausu Iofti,