Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 11

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 11
Handrit. Völuspá er varðveitt i þessum handritum: 1) Konungsbók Sæmundar-Eddu (K), Codex regius, Gl. kgl. sml. 2365 4to. t’elta aðalhandrit Eddukvæðanna kom í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar h. u. b. 1643, en hann sendi það að gjöf Friðriki konungi III. árið 1662. Völuspá er fremst í bókinni. Stafrétt útgáfa Völuspár eftir K er í út- gáfu Bugge, 12—18, en alt handritið er gefið út stafrétt og Ijósmyndað, með nákvæmri lýsingu og athugasemdum, af Wimmer og Finni Jónssyni 1891. Er sú útgáfa undirstaða fyrir allar síðari Eddu-útgáfur. Um sögu handrits þessa, áður en það kom i biskups hendur, er ekkert kunnugt. Það er talið ritað seint á 13. öld (eldra en 1300, yngra en 1250, segja W. og F. .1., og gizka á h. u. b. 1270; 13. aarhundr- edes slutning, Kálund). 2) Hauksbók (H), kend við Hauk lögmann Erlendsson, sem ritað hefur mikið af henni sjálfur og látið rita hitl, hefur verið mikið handrit og fult af sundurleitum fróðleik. Nú er hún bútuð sundur (AM 371, 544; 675, 4to) og sumt týnt með öllu. Völuspá stendur í 544, ein sins liðs, og virð- ist blöðunum, sem hún er á, hafa verið aukið inn í hand- ritið eftir Hauks daga. Stafrétt útgáfa hjá Bugge, 19—26, og í útgáfu Hauksbókar eftir Eirík Jónsson og Finn Jónsson, 1892—96, bls. 188—192. Þetta handrit kvæðisins er talið rit- að á miðri 14. öld, og höndin sama og á Ormsbók Snorra- Eddu (Codex Wormianus), sjá Hauksbók Indl. xvi, cxxxiii. 3) Völuspá var ein aðalheimild Snorra Sturlusonar um forna goðafræði og i Gylfaginningu tilfærir hann 30 vísur úr henni, en tekur efni úr 16 að auki. Verður því að telja handrit Gjdfaginningar, aðalhandrit Sn-E, með handritum Völuspár, en þau eru þessi: Konungsbók Snorra-Eddu, Co- dex regius (R), GI. kgl. sml. 2367 4to, frá h. u. b. 1325, — Ormsbók, Codex Wormianus (W), AM 242 fol., frá síðara hluta 14. aldar, — Uppsalabók (U), Delagardie-safn 11 4to,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.