Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 46
36 VÖLUSPÁ
sér fult eins gott, en rekst dálítið á fremst i 8. vo. (smbr.
Bugge, 388).
forn spjöll, frásögur um forna viðburði (ekki atburðirnir
sjálfir, eins og Miillenhoff vill vera láta), smbr. góðspjall (úr
engilsaxnesku, verður goðspjall, guðspjall) = fagnaðarerindi
(góðar fréttir). — Sumir skýrendur (Boer, Kritik 353, Nec-
kel, Beitráge 336 o. áfr.) hafa hneykslast mjög á þvi, að
völvan byrjar spá sina á þvi að tala aðeins um forn spjöll.
En alveg eins og það er eðlilegt, að kvæðið alt heiti spá,
þótt það sé bæði um fortíð og framttí|p*|af þvi að spáin er
aðalatriðið, — svo er það eðlilegt, l^^ölvan tali hér um
forn spjöll af því að þau koma næst. Smbr. t. d. Flat. II,
621: »Sverrir konungr . . . tók seint til máls ok hóf á þá
leið« — og svo kemur ræðan frá upphafi til enda. Myndi
ekki orðhenglarnir hér geta sagt, að öll ræðan hlyti að vera
»síðari viðbót«, nema upphafið?
firar, lífi gæddar verur; oftast um mennina, en hér (eins
og í rök fira í Alvissmálum) bæði um goð og menn.
fremsi. Eins og sambandið sýnir, merkir fremst hér: lengst
aftur í timann, smbr. vita fremst, Vafþrm. 34, muna framast
Plácítusdrápa 52. Aftur á móti er fram haft um ókomna
timann, eins og nú, Völuspá 44, Þrymskviða 15 o. v.
2. vísa.
Völvan tekur eigi enn til frásagnar sinnar, heldur segir i
fám orðum, hve langt þekking sín nái — i tíma og rúmi.
Með því vekur hún þegar það traust á fróðleik sinum, sem
enn styrkist við hin fornu spjöll, sem á eftir fara.
ár um borna, borna i upphafi tilverunnar. Þessir eldgömlu
jötnar hafa fóstrað völuna. Um ætt sína segir hún ekkert.
En fóstrið skýrir það, að hún gat haft sannar sögur af
heiminum alt frá árdögum.
niu man ek heima. Að muna er eðlilega það orð, sem
völvan hefur um þekkingu sína í fyrsta hluta kvæðisins, og
það eins þótt þessir heimar sé enn til þegar spáin er flutt.
Hverjir heimar þessir eru, er alls óvist. í Vafþrm. 43
stendur:
-----níu kom ek heima
fyr nifihel neðan,
hinig deyja ór helju halir.