Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 5
FORMÁLI.
Völuspá er eitt þeirra verka, sem hver íslenzkur ritskýrandi verður
fj'r eða síðar að glima við. Hún er, eins og Sonatorrek, tslendingabók,
Heimskringla, Njála, Lilja, Passiusálmarnir o. s. frv., meðal hátinda
íslenzkrar menningar. Enginn faer útsýn og yfirlit yfir menningu vora,
nema hann mæli hana af þeim tindum. Við þetta bætist, að Völuspá
er allra þessara verka torskildust. Sá sem vill kosta afls síns og mátt-
ar ritskýringarinnar og finna, hver takmörk hvorutveggja eru sett,
getur ekki fundið hentugra viðfangsefni. Fyrstu drögunum til þessarar
útgáfu hef ég því safnað fyrir löngu, og handa sjálfum mér einungis.
En ég hef ráðist í að fylla þessi drög og gert úr þeim bók handa
íslenzkri alþýðu. Eftir þeim tilgangi vil ég láta dæma þetta rit.
Eg hef ekki vegna þeirra lesenda slakað neinsstaðar til um vísinda-
lega nákvæmni, þar sem mér þótti nokkru máli skifta. En ég hef reynt
að gera bókina eins Ijósa og læsilega og efnið leyfði. Fylgirit Arbókar
Háskólans eiga að vera einn helzti þátturinn í háskólafræðslu vorri
fyrir almenning (University extension). Pau eiga smámsaman að flytja
hið algildasta af háskólafræðunum heim á bóndans bæ — viðfangsefni,
sem eru nógu torveld til þess að honum vaxi brekkumegin við lestur-
inn, en í þeim búningi, að hvergi sé ókleift að skilja. Pessari útgáfu
er m. a. ætlað að brýna fyrir mönnum listina að lesa, benda á, hve
margar geti verið tálgryfjurnar — og matarholurnar. Pvi hirði ég ekki um,
þótt skýringarnar þyki stundum smásmugular. Fæsta, sem bókina lesa,
mun óra fyrir, hversu miklu ég hef orðið að sleppa af efniviði þeim,
sem saman var dreginn. Einbversstaðar varð t. d. að setja goðafræð-
inni takmörk, því að Völuspá kemur þar við flest aðalatriði. Eins var
um skoðanir og skýringar, sem mér þóttu fjarri öllum sanni. Þó er
drepið á nógu mörg deiluatriði og sundurleitar skýringar til þess, að
enginn lesandi gangi þess dulinn, hve margt er efa orpið um kvæðið.
Fræðimennina hef ég siður haft í huga. Samt ætlast ég til, að út-
gáfan geti orðið leiðarvísir fyrir stúdenta. Sjálfur hef ég fundið sárt
til þess, hve miklum örðugleikum var bundið að fá yfirlit yfir hinar
tvístruðu rannsóknir um þetta höfuðkvæði, og hvar skilningi manna
á því var komið, Til leiðbeiningar stúdentum hef ég haft tilvitnanirnar