Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 24
14
VÖLUSPÁ
hluti að eigna verkum löngu liðinua stórmenna sitt eigið
andleysi og reyna að hneppa þá i stakk, sem sniðinn er við
dverga hæfi. Afleiðingar þessa moldvörpu-hugsunarháttar
verða jafnillar fyrir fræðimennina sjálfa og almenning. Eng-
inn er fær um að rannsaka einstakt svið, svo að fullu gagni
komi og ekkert fari til spillis, nema hann kunni að sjá það
í sambandi við lifið og menninguna í heild sinni. Og enginn
er í raun og veru fær um að skýra alþýðlega frá öðru en
þvi, sem hann þekkir út í æsar. Nú fer svo altof oft, að
mentaður almenningur fælist rit fræðimanna, þykist finna
þar steina fyrir brauð. En um Ieið er hætt við, að viðfangs-
efnin falli í hendur reyfara, sem krydda þau með ábyrgðar-
lausu andríki, og lesendurnir verða þessum gutlurum að
bráð.
Ég skal nefna tvö dæmi máli minu til skýringar, dæmi,
sem höfðu lalsverð áhrif á mig meðan útgáfa þessi var að
skapast.
Fyrir nokkrum árum heyrði ég frjálslyndan, islenzkan
guðfræðing flytja erindi, sem hann kallaði »Samstofna greinar«.
Hann rakli þar aðaldrætti nokkurra heiðinna trúarbragða,
og benti á það sem sameiginlegt var og líklegt til þess að
haí'a alment gildi. En liann mintist ekki á Ásatrúna, trú
vorra eigin forfeðra. Hvers vegna? Hvorki af þröngsýni né
ræktarleysi. Ekki heldur af því að sú trú, a. m. k. eins og
hún kemur fram i Völuspá, eigi sér ekki sitt lifsgildi. Ég
gæti vel hugsað mér nútimamann lifa og deyja upp á slílca
trú, og ég er ekki viss um nema Germanir eigi eftir að taka
talsvert tillit til hins forna átrúuaðar, þegar þeir skapa sér lífs-
skoðun framtiðarinnar. — Ástæðan var eingöngu sú, að um
vora fornu trú er aldrei talað öðruvisi en sem fornfræði.
Hún er altaf sett fram reifuð líkblæjum, aldrei sem lifandi
reynsla, er enn geti verið umhugsuuarverð, þótt gömul sé.
í almennings augum er jafnfjarstætt að finna lífsgildi i henni
og ætla sér að lifa alla sina æfi á hrossakjöti og meramjólk.
Aftur á móti hafa Norðmenn tveir (Alme og Flock, Grund-
træk af Asalæren og Völuspaa med fortolkning, Kria, 1917)
tekið sér fyrir hendur að sýna heimsskoðun Völuspár. En
þeir leyfa ekki kvæðinu að tala sínu eigin máli. Tilgangur
ritsius er einungis sá að sanna, að Völuspá sé alveg i sam-
ræmi við ýmsar kenningar guðspekinga. í skýringum þessara
manna haldast óhlutvendni og fáfræði í hendur. En ekki get
ég láð trúhneigðum almenningi, sem sér þarna í fyrsta sinn