Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 24

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 24
14 VÖLUSPÁ hluti að eigna verkum löngu liðinua stórmenna sitt eigið andleysi og reyna að hneppa þá i stakk, sem sniðinn er við dverga hæfi. Afleiðingar þessa moldvörpu-hugsunarháttar verða jafnillar fyrir fræðimennina sjálfa og almenning. Eng- inn er fær um að rannsaka einstakt svið, svo að fullu gagni komi og ekkert fari til spillis, nema hann kunni að sjá það í sambandi við lifið og menninguna í heild sinni. Og enginn er í raun og veru fær um að skýra alþýðlega frá öðru en þvi, sem hann þekkir út í æsar. Nú fer svo altof oft, að mentaður almenningur fælist rit fræðimanna, þykist finna þar steina fyrir brauð. En um Ieið er hætt við, að viðfangs- efnin falli í hendur reyfara, sem krydda þau með ábyrgðar- lausu andríki, og lesendurnir verða þessum gutlurum að bráð. Ég skal nefna tvö dæmi máli minu til skýringar, dæmi, sem höfðu lalsverð áhrif á mig meðan útgáfa þessi var að skapast. Fyrir nokkrum árum heyrði ég frjálslyndan, islenzkan guðfræðing flytja erindi, sem hann kallaði »Samstofna greinar«. Hann rakli þar aðaldrætti nokkurra heiðinna trúarbragða, og benti á það sem sameiginlegt var og líklegt til þess að haí'a alment gildi. En liann mintist ekki á Ásatrúna, trú vorra eigin forfeðra. Hvers vegna? Hvorki af þröngsýni né ræktarleysi. Ekki heldur af því að sú trú, a. m. k. eins og hún kemur fram i Völuspá, eigi sér ekki sitt lifsgildi. Ég gæti vel hugsað mér nútimamann lifa og deyja upp á slílca trú, og ég er ekki viss um nema Germanir eigi eftir að taka talsvert tillit til hins forna átrúuaðar, þegar þeir skapa sér lífs- skoðun framtiðarinnar. — Ástæðan var eingöngu sú, að um vora fornu trú er aldrei talað öðruvisi en sem fornfræði. Hún er altaf sett fram reifuð líkblæjum, aldrei sem lifandi reynsla, er enn geti verið umhugsuuarverð, þótt gömul sé. í almennings augum er jafnfjarstætt að finna lífsgildi i henni og ætla sér að lifa alla sina æfi á hrossakjöti og meramjólk. Aftur á móti hafa Norðmenn tveir (Alme og Flock, Grund- træk af Asalæren og Völuspaa med fortolkning, Kria, 1917) tekið sér fyrir hendur að sýna heimsskoðun Völuspár. En þeir leyfa ekki kvæðinu að tala sínu eigin máli. Tilgangur ritsius er einungis sá að sanna, að Völuspá sé alveg i sam- ræmi við ýmsar kenningar guðspekinga. í skýringum þessara manna haldast óhlutvendni og fáfræði í hendur. En ekki get ég láð trúhneigðum almenningi, sem sér þarna í fyrsta sinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.