Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 78
08
VÖLUSPÁ
að veði. Nú sésl það í 46. v., að Heimdallur hefur horn sitt,
þegar hann þari' þess. Pað getur hann því ekki hafa selt
að veði.
Nú merkir hljóð upprunalega lieyrn. Frá þeirri merkingu
kvislast tvær aðrar: þögn — hljómur, tvær andstæðar greinar
á sömu rót. En frummerkingin er varðveitt í: kveðja sér
hljóðs (biðja um áheyrn), í heyranda hljóði, þegja þunnu
hljóði (Hávamál 7), koma á hljóð um (heyra um). Hún á
hér ágætlega við. Eins og Óðinn gefur Mími auga sitt að
veði (sjón sína), gefur Heimdallur honum hlust (heyrn)
sína. Heyrn Heimdallar hefur verið við brugðið: »hann
heyrir þat, er gras vex á jörðu eða ull á sauðum ok alt þat,
er hæra lætr« (Gylfaginning, k. 26). Svo skýrir Detter, og
siðan DH og Höckert. En enginn þeirra hefur gert sér grein
fyrir, hvað fólgið er í þessari líkingu.
Ef til vill er auga Óðins, sem fólgið er í brunninum, upp-
runalega tákn sólarinnar, sem ’speglast í sænum (eða hverfur
undir hafsbrún að kveldi). En höfundur Völuspár leggur,
sem oflar, sinn skilning í þessa goðsögu: völvan segir frá
sambandi óðins og Mímis með svo slorkandi orðum, að
auðsætt er, að hún álitur Óðin hafa keypt það helzli dýru
verði. Og þegar við það bætist, að ekki einungis auga óðins,
heldur lika heyrn Heimdallar er veðsett, þá verður skiljan-
legt, hvað skáldið er að fara. Goðin eru upprunalega sak-
laus börn, sem leika sér, ráða ráðum sinum, stjórna heim-
inum fremur af mætti en forsjá. Þeim eru gefin hin aðdáan-
legu skynfæri, sem dýr og börn hafa fram yfir fullorðna
menn, einkum þá sem snúast meir að ihugun en athugun.
En eftir eiðrofin skilja goðin, að þetta er ekki nóg, þau eru
ekki hinu nýja ástandi heimsins vaxin með þessum liæfi-
leikum. Þau selja þá hálfa — fyrir speki. Það er enn eitt
stig burtu frá sakleysinu, ný þekking, sem getur þó engu
bjargað. Nú er Óðinn orðinn gamall, hann heitir Yggjungr,
sá sem ber ugg um örlög goðanna, Síðhöttr, sem fer um
huldu höfði.
heiðvanr, venjulega skýrt: vanur hinu bláa heiði himinsins
— og er það bæði fögur skýring og eðlileg. Bugge (Studier I,
492) skýrir: vanur heiðri (smbr. heiðverðr)
á sér lion ausask o. s. frv. Venjulega skýrt: hon sér aus-
ask (o: vatn) á (o: askinn) aurgum forsi. En þessi skilning-
ur er neyðarúrræði. Ekki verður betra að skýra á = ey