Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 12
VÖLUSPÁ
%
frá sama tíma og R. — Nákvæmur samanburður á Sn-E og
öðrum handritum Völuspár stendur hjá Bugge, 26 — 33, en
undirstaða slíks samanburðar, fyrir þann sem ekki nær til
handritanna, er enn þá útgáfa Sn-E frá 1848 — 87 (Editio
Arnamagnæana).
Pappirshandrit Völuspár eru öll runnin frá þeim skinn-
handritum, sem til eru, og breytingar þeirra eða viðaukar
hafa þvi ekki nema tilgátugildi. Undantekning er pappírs-
handritið af Sn-E í Utrecht, en ekki hefur mér þótt ástæða
til þess að taka orðamun úr þvi.
Handrit Völuspár hafa, eins og nærri má geta, verið rann-
sökuð og borin saman með mikiili kostgæfni. Tilgangur
þessarar útgáfu gerir nauðsynjalaust að fara þar út í hvert
smáatriði, enda eru skoðanir ekki svo skiftar, að veruleg
áhrif hafi haft á meðferð textans. Allir eru sammála um,
að K sé aðalhandritið, sem sjálfsagt sé að hafa að undir-
stöðu. En hver útgefandi verður að gera sér grein fyrir,
hvert tillit hann vill taka til Sn-E og H.
Margir fræðimenn telja, að Snorri muni hafa haft svipað
Eddukvæðahandrit og K, eða einstök Eddukvæði í kverum,
þegar hann setti saman Eddu sína. En til þess eru engar
líkur, nema sú meinloka, að Snorri hafl ekki getað kunnað
öll þessi ósköp af kvæðum utanbókar. Sömu menn viður-
kenna þó, að öll kvæðin hafl verið i minni manna einum
mannsaldri áður en Snorri hóf að rita. En sannast að segja
var það ekki meira þótt Snorri kynni dróttkvæði Norð-
manna og íslendinga til 1177 og Eddukvæðin í þokkabót,
en mörg islenzk hreppakerling siðari alda hefur kunnað af
sálmum, rimum og þulum, og verður þó eitthvað til þess
að vinna að heita mesti fræðimaður hinnar mestu fróðleiks-
aldar. Hefði annað eins safn og K verið til á íslandi, myndi
Snorri hafa spurt það uppi á alþingi og fengið það lánað.
En það má sanna, að slíkt safn hefur hann ekki haft handa
á milli. Auk þess var það andstætt stefnu íslenzkrar menta-
starfsemi á 12. og öndverðri 13. öld að færa kvæði í letur,
nema þau væri sögulegar heimildir (sjá nánar um þetta rit
mitt: Snorri Sturlusón, 97, 116—17, 167, 171).
Af þessum ástæðum er sjálfsagt að taka fult tillit til texta
Snorra af Völuspá, það sem hann nær. Hvert frábrigði verður
að vega út af fyrir sig, meta sjálfstætt gildi þess. Af hand-
ritum Sn-E tek ég jafnt tillit til R og W. En U sleppir