Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 12

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 12
VÖLUSPÁ % frá sama tíma og R. — Nákvæmur samanburður á Sn-E og öðrum handritum Völuspár stendur hjá Bugge, 26 — 33, en undirstaða slíks samanburðar, fyrir þann sem ekki nær til handritanna, er enn þá útgáfa Sn-E frá 1848 — 87 (Editio Arnamagnæana). Pappirshandrit Völuspár eru öll runnin frá þeim skinn- handritum, sem til eru, og breytingar þeirra eða viðaukar hafa þvi ekki nema tilgátugildi. Undantekning er pappírs- handritið af Sn-E í Utrecht, en ekki hefur mér þótt ástæða til þess að taka orðamun úr þvi. Handrit Völuspár hafa, eins og nærri má geta, verið rann- sökuð og borin saman með mikiili kostgæfni. Tilgangur þessarar útgáfu gerir nauðsynjalaust að fara þar út í hvert smáatriði, enda eru skoðanir ekki svo skiftar, að veruleg áhrif hafi haft á meðferð textans. Allir eru sammála um, að K sé aðalhandritið, sem sjálfsagt sé að hafa að undir- stöðu. En hver útgefandi verður að gera sér grein fyrir, hvert tillit hann vill taka til Sn-E og H. Margir fræðimenn telja, að Snorri muni hafa haft svipað Eddukvæðahandrit og K, eða einstök Eddukvæði í kverum, þegar hann setti saman Eddu sína. En til þess eru engar líkur, nema sú meinloka, að Snorri hafl ekki getað kunnað öll þessi ósköp af kvæðum utanbókar. Sömu menn viður- kenna þó, að öll kvæðin hafl verið i minni manna einum mannsaldri áður en Snorri hóf að rita. En sannast að segja var það ekki meira þótt Snorri kynni dróttkvæði Norð- manna og íslendinga til 1177 og Eddukvæðin í þokkabót, en mörg islenzk hreppakerling siðari alda hefur kunnað af sálmum, rimum og þulum, og verður þó eitthvað til þess að vinna að heita mesti fræðimaður hinnar mestu fróðleiks- aldar. Hefði annað eins safn og K verið til á íslandi, myndi Snorri hafa spurt það uppi á alþingi og fengið það lánað. En það má sanna, að slíkt safn hefur hann ekki haft handa á milli. Auk þess var það andstætt stefnu íslenzkrar menta- starfsemi á 12. og öndverðri 13. öld að færa kvæði í letur, nema þau væri sögulegar heimildir (sjá nánar um þetta rit mitt: Snorri Sturlusón, 97, 116—17, 167, 171). Af þessum ástæðum er sjálfsagt að taka fult tillit til texta Snorra af Völuspá, það sem hann nær. Hvert frábrigði verður að vega út af fyrir sig, meta sjálfstætt gildi þess. Af hand- ritum Sn-E tek ég jafnt tillit til R og W. En U sleppir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.