Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 20
10
VÖLUSPÁ
Undersökningar í germanisk mythologi (I—II, 1886—89). Er
það ritað af miklu andriki og lærdómi, en megingalli þess
er sá, að höfundur gerir hvorki sér né lesandanum Ijóst, hvar
lærdóminn þrýtur og andríkið tekur við. Annar andmælandi
Bangs var einn af öndvegishöldum þýzkra fornfræðinga,
Karl Miillenhoff. Hann gaf Völuspá út með þýðingu og ná-
kvæmum skýringum (Deutsche Altertumskunde V, 1883,
1—165), og hélt því þar fram, að kvæðið væri alheiðið að
efni og anda, ort í Noregi, en samgermanskt að stofni (M.
talar á einum stað um »die deutsche Völuspá«). Annars er
óþarft að fjölyrða um þessa ritgerð, þvi að hún er, þrátt
fyrir allan skoðanamun, undirstaða skýringa minna, eins og
flestra skýringa, sem yngri eru. M. a. hefur Finnur Jónsson
fylgt Mullenhoff að mestu, i útgáfum sinum og ritgerðum
um kvæðið, enda er hann sá maður, sem fastast hefur staðið
gegn kenningum Bugge og gildust rök færl fram móli þeim.
Enn verður hér að geta tveggja manna, sem mikið hafa
lagt til skýringa kvæðisins. Björn M. Ólsen hefur ritað um
Völuspá i Timarit 1894 og 1895 og Um kristnitökuna, 1900.
Hann hefur fært gildust rök að þvi, að kvæðið sé ort á ís-
landi, greint hófsamlega milli heiðins efnis og kristins og
lýst sennilega, hvernig kvæðið muni til orðið. Axel Olrik
hefur rakið efni Völuspár rækilega í hinu gagnmerka riti:
Om Ragnarok, I—II, 1902—14. Þar er rannsakaður upp-
runi hugmyndanna um heimsendi og ferill þeirra austan
úr Kákasus til Vesturlanda. Þá sést t. d., að sagan um
Promeþeif bundinn og Loka bundinn geta verið skyldar,
án þess norræna sagan sé endilega stæling þeirrar grísku.
Þessi skoðun opnar leið til mildu frjósamari rannsókna en
kenning Bugge. Af rilum sem fara í svipaða stefnu, get ég
nefnt v. der Leyen, Das Marchen in den Göttersagen der
Edda (1899) og Gustav Neckel, Die Uberlieferungen vom
Gotte Balder (1920). A^el Olrik hefur auk þessa gert glöggvari
grein fyrir sérstöðu Völuspár en noKkur annar s~kyrándL
MuUenhoff var sá i'yrsti, sem lagði Völuspá á skurðarborð
hinnar svonefndu »höhere texlkritik«, og gerði tilraun til þess
að greina á milli frumkvæðisins og viðbóta. Af 66 visum
taldi hann, að 16 væri siðar bætt við. Finnur Jónsson fór
feti lengra (Mullenhoff áleit t. d. 65. v. upphaflega í kvæð-
inu), en var annars samdóma Miillenhoff. En Björn M. ólsen
(Tímarit 1894, 102 o. áfr.) andmælti þessari meðferð á kvæð-
inu og í útgáfu sinni af Völuspá, 1899, fór Detter eftir þeirri