Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 73
25-26. v. SKÝRINGAR 63
Völuspá, og bræðir saman eins og oftar. Hann tekur skýrt
fram um samninga Ása og smiðsins: »at kaupi þeirra váru
sterk vitni ok mörg sœri.« En hann verður um leið að
sleppa því, að smiðurinn leggi höfuð sitt að veði (sem er í
samræmi við það, að í þjóðsögunum verða tröllin oft að
steini, og missa svo kaupsins), því þá væri eiðrofin engin.
Með þessu móti verður tvískinnungur í sögunni: ráð Loka
er óþarft, f*ór gat eins drepið smiðinn án þess — afsökun
Ása (en er Æsirnir sá þat til víss, at þar var bergrisi kom-
inn, þá varð eigi þj'rmt eiðunum) er lítils virði, þeir hlutu
fyrir löngu að vita, við hvern þeir skiftu. Einmitt af þvi að
siðferóis-alvara Völuspár var ekki runnin Snorra i merg og
bein (smbr. rit mitt um Snorra, 260), getur hann ekki skapað
samræma heild úr frásögu kvæðisins og þjóðsögunni.
lopt lœvi blandit; þessum orðum samsvarar hjá Snorra:
spilla loptinu ok himninum. Hann álítur, að átt sé við sölu
sólar og mána í jötnahendur, og má það vel vera rétt. Lœ
þý^ðir oft mein, en sólarlaust loft mundi verða hart og skað-
vænt (smbr. veðr válynd í 41. v.). En þó er hitt enn eðli-
legra, að hér sé átt við svikráð Loka við goðin: loftið er
þrungið af vélráðum.
Óðs mœr, Freyja (mær = kona).
hefði . . . gefna. Af þessu mætti ráða, að Freyja væri
þegar í jötna höndum (DH). En svo er vist ekki. Annað-
hvort merkir gefa hér blátt áfram heita (Finnur Jónsson),
eða öllu heldur: skáldið lætur Ásu kveða i ríkasta lagi að
orði, til þess að sýna skelfingu þeirra þegar þeir átta sig.
26. vísa.
þrunginn móði, smbr. harmþrunginn. Pór óx ásmegin,
þegar mikið reið á; það samsvarar »móði jötna« (smbr.
50. v.).
liann sjaldan sitr o. s. frv. Wilken (Ordnung 478—9) les
út úr þessum orðum samhjrgð skáldsins og aðdáun fyrir
Þór, og finst vera í því allur annar andi en siðferðisvand-
lætingu síðara hlutans. Við þetta hefur Boer gert góðar at-
hugasemdir (Kritik 357—8), en niðurstaða hans: að elzta
skáldið hafi kært sig kollóttan um eiðrof og siðferði —
stendur og fellur með getgátum hans um »1. og 2. skáldið«,
og varpar ekki nema villuljósi á kvæðið eins og það er.
Geri maður sér grein fyrir, að skáldið er timamótamaður,