Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 87
35-36. v.
SKÝRINGAR
77
ekki þrælbundin því, sem menn hafa séð; þó að hún að
vissu leyti komist ekki út yfir það (enginn gat hugsað sér
vellandi uppsprettu, sem hafði ekki séð hana né fregnir af
haft), leyfir hún sér að smiða úr efninu, sem til er. Þarf
ekki annað en benda á næstu vísurnar hér á eftir: sverða-
árxa og orma-salinn.
Snorri hefur ekki þekt þennan vísuhelming, eins og þegar er
bent á. I3ví meira virði er frásögn hans til samanburðar. Þegar
hann talar um landskjálfta sem umbrot Loka, þá er það lif-
andi þjóðsaga, ekki ályktun af Hveralundi. En að undan-
teknum F. J. (og DII, sem setja fram sem annan skýringar-
kost »skógur, sem katlasmiðir búa i« I), skilja allir nútírna-
skýTendur orðið eins og hér hefur verið gert. Jafnvel Múllen-
hoff, sem alls ekki gat til hugar komið, að Völuspá i heild
sinni væri islenzk, taldi þelta nafn islenzkt. Hann varð því
að gripa til þess óyndisúrræðis að taka Hauksbókar-textann,
sem að öllu leyti er siðri (þar sitr Sigyn — vísar beint til
Hveralundar, en á ekki við neitt í fyrra helmingi vísunnar í
Hauksbók), fram yfir, og telja þennan íslenzka viðbót. En
bæði Jessen (Zs. f. d. Ph. III, 37, 71—72), Bugge (Studier I,
415), Boer o. fl., draga af þessu örnefni ályktanir um ís-
lenzkan uppruna Völuspár.
lœgjarns líki, leiðrétting Bugge, sem ílestir munu nú fall-
ast á. Taka verður upp: hapt . . . áþekkjan liki lægjarns
(lævíss) Loka, likan Loka, o: Loka sjálfan. Likt er að orði
komist i Hymiskviðu 2 (DH).
Par sitr Sigyn þeygi vel glýjuð (glöð, vel ghjjaðra þýja i
lausavísu eftir Egil) of (yfir) veri sínum.
Hið storkandi stef á hér ágætlega við: goðin hafa að
visu bundið Loka, en fyrir þvi eru þau ekki búin að bíta
úr nálinni. Með vigi Baldurs og hegningu Loka, sem héðan
af er ber fjandmaður goðanna, eru mörkuð ný spor í hnign-
un goðalifsins. Víg Baldurs er hvorki meira né minna en
vá Valhallar. Þau orð sýna bezt, að skáldið hefur vitað,
hvað hann söng: að atburðirnir eru hnitaðir saman sem
hlekkir i festi.
36. vísa.
austan, úr Jötunheimum, smbr. 40. og 50—5J. v.
eitrdalar, iskaldir dalir; citr- er hal't i samsettum orðum
til þess að tákna »brennandi kulda«. Hér verður að hugsa