Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 100
90
VÖLUSPÁ
Eftir víg Baldurs og hefndina fyrir það er grímunni kast-
að, ekkert því til fyrirstöðu að kalla hann sinu rétta nafni,
enda er hann beinlinis foringi eins jötnahersins í ragnarökum.
t*að er vafalaust gömul hugmynd, að Loki bundinn valdi
landskjálfta, og þá er eðlilegt, að hann losni einmitt við
hinn mikla landskjálfta, þegar askurinn sjálfur skelfur. Auk
þess er þegar talað um, að úlfurinn muni slíta fjötra sina.
Af þessum ástæðum þykir mér miklu sennilegra, að hér sé
átt við Loka (smbr. Boer, Kritik, 335).
Björn M. Ólsen hefur komið með þá skoðun, að jöiunn
sé Surtur (Arkiv XXX, 142 o. áfr.). Hann sé bundinn við
eina af rótum asksins, og losni þegar hún brennur. En fyrir
þvi er ekki stafur í neinni heimild, að Surtur hafi verið
bundinn, og mér finst hvorki röksemdirnar fyrir því né
bruna asksins (í þessu sambandi) sannfærandi.
Síðari hluti vísunnar stendur aðeins í H. Vafalaust væri
það ekki nema ávinningur fyrir Völuspá, og miklu erfiði létt
af skýrendunum, ef bæði hann og fyrri hluti 46. v. væri úr
sögunni, en 46, 5—8 og 47, 1—4 myndaði eina vísu, eins og
i Sn-E. En nú er að taka því sem cr, og þótt þessir vísna-
partar sé myrkir og efni þeirra lítils virði, verða engin full-
gild rök færð fyrir því, að þeir hafi ekki (í einhverri mynd)
verið i kvæðinu frá upphafi.
á helvegum, o: í ríki Heljar. Hel og allir þegnar hennar,
nema Baldur og Höður og ef til vill fáeinir réttlátir menn
(smbr. 64. v.), farast í ragnarökum, án þess að taka þátt í
neinni orustu, svo að ekki er óeðlilegt, að þeirra sé getið
með þessu móti.
áðr Surtar þann o. s. frv. Surtar sefi — jötunn = úlfur-
inn. Svo hefur að jafnaði verið skýrt. þann = askinn! En
þó að úlfurinn gleypi óðin (svp er reyndar ekki sagt í Völu-
spá) og sé kjaftvíður, væri askurinn sjálfur víst »of stór
munnbiti fyrir hannw, eins og sagt hefur verið. Ymissa leiða
hefur verið leitað úr ógöngunum. Skýringartilraun Múllen-
hoffs: þan . . . gleypir = þaðan hleypir — er ótæk. Much
(Zs. f. d. A. XXXVII, 417—19) reynir að gera þessa vísu og
þá siðustu skiljanlegri með því að breyta röð vísuorðanna:
46. Leika Míms synir,
en mjötuðr kyndisk
at enu galla
Gjallarhorni;
hátt blæss. Heimdallr,
horn er á lopti,
hræðask allir
á helvegum.