Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 104
91
VÖLÚSPÁ
En einmitt af þvi að niðfölr er lika torskildara, er sennilegt,
að neffölr í K sé skýringartilraun. En hvað er þá niðfölr?
Finnur Jónsson (Arkiv IV, 35) selur það í samband við
niðar og þýðir: dökkfölr (um fjaðralit arnarins). Falk telur
nið- — gotn. nidwa (ryð), og þýðir: gulbrúnn, gulbleikur
(Arkiv V, 111). En Björn M. Ólsen h}rggur, að Niðfölr, sem
hann annars skilur eins og Finnur Jónsson, sé = Niðhöggr
(Tímarit 1895, 80 — 81, Arkiv XXX, 1G1). Væri þá sjálfstæð
mynd i hverju visuorði þessa helmings, og fer vel á því.
Naglfar. Snorri segir, að þelta skip sé gert af óskornum
nöglum dauðra manna, og það er algeng þjóðtrú á íslandi
og víðar, að búta skuli sundur afskornar neglur, svo að
fjandinn færi sér þær ekki i nyt. I ísl. þjóðs. II, 549 er
merkileg saga um skip úr mannsnöglum, sem skipshöfn
glæpist á að ýta og liðast svo auðvitað alt sundur. Ekki er
annað sennilegia en þessi trú sé eldgömul, og er þaríleysa
að leita annarar skýringar á nafninu (Detter, og siðan fleiri,
hafa skýrt: náskip, smbr. Golther 534; Olrik, Ragnarok I,
225—27). — Naglfar losnar i hafróti þvi, sem Miðgarðs-
ormur veldur.
51. vísa.
Bugge stakk upp á því í nmgr. i útgáfu sinni að breyta
upphafi þessarar visu svo:
Kjóll ferr norðan
koma munu Heljar o. s. frv.
Röksemdir hans eru þær: 1) að eðlilegast sé, að þrír óvina-
flokkarnir komi úr þrem áttum, 2) að Múspells lýðir sé
undir forustu Surts og hljóti því að koma sunnan eins og
hann, 3) að Loki sé, samkvæmt frásögn Snorra, ekki for-
ingi þeirra, heldur Heljar sinna. — Á þessar leiðréttingar
Bugge hafa llestir útgefendur og skýrendur fallist siðan, enda
eru þær ágætlega vel til þess fallnar að koma á samræmi
meðal heimildanna. En þegar Axel Olrik tók sér fyrir hendur
rækilegri rannsókn frásagnanna um ragnarök en áður hafði
verið gerð, varð lionum Ijóst, að þess er enginn kostur að
fá l'ult samræmi heimildanna. Hugmyndir alþýðu um enda-
lok heims og heimsbúa voru margar og sundurleitar. í þeim
skógi viðuðu að visu skáldin, sem reyndu að smíða heilar
frásagnir, en þeir gátu valið misjafnlega, telgt og felt saman