Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Blaðsíða 59
9—11. v.
SKÝRINGAR
'lí)
10. vísa.
Móðsognir (sá sem drekkur móð í sig) eða Mólsognir
(— máttsognir, Bugge 388). Sveinbjörn Egilsson skýrði nafnið
sem Mjöðsognir (smbr. Mjöðvitnir: sá sem drekkur mjöð
með sömu áfergju og úlfur blóð, 11. v.). Dnrinn er óskýrt
(nema lesa mætti Dúrinn, og setja i samband við dúrr
(svefn), smbr. dvergaheitin: Dúrnir, Dúri, Dvalinn).
Bugge tekur síðari helminginn upp: þeir dvergar um görðu
mörg manlíkun i jörðu, sem Durinn sagði. Hér virðist gert
ráð fyrir, að þeir M. og D. myndi dvergana, en að eins sem
manlikun (o: dauðar mannsmyndir), og Æsir gefl þeim
síðan líf. Skyld þessu er frásaga Snorra, sem liklega er ekki
annað en skýring hans á visunni, eins og hann kunni
hana (sjá orðamuninn): »Dvergarnir höfðu skipazk fyrst ok
tekit kviknun í holdi Ýmis ok váru þá maðkar, en af at-
kvæði goðanna urðu þeir vitandi manvits ok höfðu mannz-
líki ok búa þó í jörðu ok í steinum« (Gylfaginning k. 13).
ór jörðu í K er ekki í fullu samræmi við síðustu vísu, þar
sem dvergarnir eru myndaðir úr sjó og grjóti. En hitt er
samkvæmt öllu, sem vér þekkjum, að þeir Mótsognir og
Durinn hafi starfað niðri í jörðinni.
sem Durinn sagði: sagði fyrir eða sagði jrá9
11. vísa.
Hér verður ekki farið út í að skýra dverganöfnin í þessari
vísu og þeim sem á eftir fara, þótt alimikill fróðleikur sé í
þeim fóiginn. Enda eru sum auðskilin, en önnur óskýrð og
líklega óskýrandi. Sex fyrstu nöfnin í þessari visu lúta að
heimsháttum: Norðri og félagar hans bera himininn (að
sögn Snorra, smbr. himinkenningarnar: niðbyrðr Norðra
(Hallfreðr) og erfiði Austra (Arnórr)), en samband Nýja og
Niða við ný og niðar mána er ókunnugt. Hanarr =; hann-
arr, hagur (smbr. sjónhannarr, hannerð, hannyrð), bendir til
smiðaíþróltar dverga, og sama gera vist ýmis önnur nöfn:
Fíli, Kíli, Hepti, Heptifili, Hornbori, Bildr, Skafiðr. En önn-
ur lýsa dvergunum sjálfum og háttum þeirra: Bömburr
(skylt: bamba), Dvalinn, Alþjófr.
'1